Ég vissi eiginlega ekkert hvar annarsstaðar ég ætti að setja þetta en, allavega …

Ég var að pæla í einni spurningu sem kom í keppninni milli ME og MH. Þar var spurt um orð sem gat táknað tímabil, himintungl, tónlistartegund og dans. Svarið var mars, en ég sé eitt athugavert við þetta. Mars er ekki dans, er það nokkuð? Ég hef marserað í lúðrasveit og ég sé ekkert við þetta sem er hægt að tengja við dans, nema það að þetta er gert með fótunum. En þá væri alveg eins hægt að segja að fólk gangi ekki í skrúðgöngum og kröfugöngum heldur dansi. Ættu þetta þá ekki að vera skrúðdansar og kröfudansar?

Reyndar gat hvorugt liðið þetta svo þetta skiptir varla máli …