Ég er að velta því fyrir mér hvort hugarar viti eitthvað um reikniblindu.
Ég fór í greiningu síðasta haust og var greind með svakalega reikniblindu auk þess að vera lesblind.
Jæja… eftir þessa greiningu hélt ég að allt myndi verða betra en ég er bara engu nær um málið því ég fékk littlar sem engar upplýsingar hjá aðilanum sem greindi mig. Ég hef heyrt að það sé ýmislegt hægt að gera í sambandi við lesblindu t.d. litaglærur sem eru lagðar yfir síðuna sem á að lesa og svo að móta orð í leir.

Ég er frekar svekkt yfir þessu þar sem ég er í kvöldskóla til að bæta við mig einingum í raungreinum svo ég geti komist í sameindalífræði í háskólanum. þar að auki borgaði ég heilmikin pening fyrir þessa greiningu.

Hefur einhver hérna reynslu af reikniblindu sem getur gefið mér ráð?