Veit einhver hvort það sé eitthvað vesen að taka áfanga í MH ef maður er ekki búinn með undanfarann og taka hann bara á sama tíma? Semsagt taka t.d. 303 og 403 áfanga saman.
það fer eftir því hvaða áfanga þú ert að tala um, en oftast er hægt að fá undanþágu ef þú færir einhver rök fyrir því af hverju þú ættir að geta og gera það. talaðu bara við umsjónarkennarann þinn, það er meira að segja fundur á mánud.
En til að svara spurningunni þinni og endurtaka það sem hefur áður verið sagt, þá er það alveg hægt. Þarft bara að spjalla við umsjónarkennarann þinn og/eða áfangastjórann. Ég er líka að fara að gera eitthvað af þessu núna á næstunni. Hvaða áfanga ertu annars að tala um?
Frönsku 300 og 400, og þýsku 500 og 600. Er á málabraut og það eru bara svona 10 í skólanum mínum á málabraut, svo ég þarf að skipta um skóla ef ég ætla að reyna að klára á þremur árum. Þessir áfangar eru svo sjaldan kenndir hérna og vesen.
Og MH varð fyrir valinu :D Ég er samt hrædd við allt skrítna fólkið sem maður heyrir um.
Já það er hægt, ef þú ætlar að taka tvo málaáfanga þarftu bara góða einkunn og segjast vera að fara útskrifast eða hvað sem þú ætlar að gera. Myndi varla ganga ef þú hafir verið með 4.5 í báðum..
Ég er t.d. sennilega að fara taka EFN 303, 313 (203 undanfari) og 403 á næstu önn sem verður mín síðasta í MH.. Veit alveg um nokkra sem hafa tekið tvo stærðfræði og málaáfanga í einu
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..