Framhaldsskólar eru flest allir frá 8-16, sem sagt átta tímar á dag, 40 á viku. Það jafngildir venjulegum vinnudegi. Flestir framhaldsskólanemar þurfa að vinna með skóla, til að hafa efni á sjálfum sér, og er sú vinna jafnt á alla virka daga líklega um 2-4 tímar. Þá eru komin 10-12 tímar í skóla og vinnu. Til að unglingur hvílist nóg þarf hann 9 tíma svefn á dag, þá eru 3-5 tímar eftir af sólarhringnum. Í þokkabót er bætt við mann yfir klukkustunda heimavinnu í verkefnum, svo bætast við skáldsögur í tungumálaáföngum sem eru lesnar utan skóla og þær taka líka sinn tíma.Þá eru 2-4 tímar eftir af deginum. Það er sá tími sem maður fær fyrir félagslíf sitt.

Ég get nefnt dag vinar míns sem dæmi. Hann þarf að taka rútu í skólann, hún fer um hálf átta. Þar af leiðandi þarf hann að vakna kl.7 ,svo hefst skólinn 8:20 og er til 16:00, þá er eftir rútuferðin heim sem er um hálftími. Eftir það fer hann að vinna í 3 tíma. Hann er kominn heim til sín tæplega 20:00, þá bíður hans um klukkustundarnám eða meira. Ef námið tók bara klukkustund er laus um 21:00, en til að hvílast almennilega þarf hann að fara í rúmið kl.22:00. Afar lítill, eða enginn tími er eftir í félagslíf.

En flestir unglingar vinna í sjoppum og eru að vinna frá tímanum 16:00-18:00 og eru sjoppur oft opnar til 22:00-24:00 sem sagt 6-8 tíma vakt sem bíður flestra, og ef sú manneksja vinnur 2 kvöld í viku þá eru komir 16 tímar sem eru rúmir 3 á dag…

Það er bara staðreynd að líkla um helmingur framhaldsskólanema þarf að vinna til að hafa efni á mat, fötum og öðru nauðsynlegu til að lifa því það eru ekki margir sem hafa foreldra sem geta fætt þá í gegnum þessi 4 ár.

Mér finnst að kennarar ættu að reyna að bæta kennsluna í tímunum og leggja áherslu á meira nám þar, heldur enn að setja þetta allt fyrir heima.


Bætt við 9. febrúar 2007 - 09:25
Ó, já..ég gleymdi meira að segja að bæta einu hér inn :)

Ég er búin að vera veik um það bil viku, og missti þá af skólanum þann tíma. Þegar ég kom í skólan aftur þá er ég orðin mjööög eftir á, í öllum fögum. Ég er búin að missa af mjög mörgum prófum, sem ég þarf að taka upp aftur fljótlega, og einnig lálgast ný próf. Einnig þarf ég að læra rosalega mikið, það er allveg ofboðslega mikið af heimanámi sem ég er búin að missa af og þarf að vinna upp. Svo mikið að ég er hissa hversu mikið heimanám hefur safnast upp á einni viku. Þetta var svo mikið að ég varð að hætta í leiklist, sem ég hef mjög mikin áhuga á..en svona er lífið :) Ég er ekkert að kvarta, mér finnst þetta bara of mikið…
An eye for an eye makes the whole world blind