Nú fara jólaprófin að byrja hjá mörgum, allavega hjá mér, og þá er gott að fara að gramsa í blöðum annarinnar eftir glósum svo maður geti nú eitthvað á þessum prófum.

Ég er að fara í sögupróf á mánudaginn, ekki beint mitt sterkasta fag svo ég ætla að læra eins og ég get fyrir það. Vandamálið er að mig vantar eiginlega glósur, ég les hægt og er ekki að fara að lesa alla bókina! Ég á reyndar eitthvað af glósum, hef skrifað niður allar glósurnar frá kennaranum. En hann er bara svo hræðilegur að glósa! Hef sjaldan séð jafn óskipulagðan kennara. Ég hef reynt að glósa eitthvað af því sem hann segir, en það sem kemur út úr kennaranum er auðvitað lítið skárra en glósurnar (eins og sést er ég búin að missa allt álit á þessum kennara). Svo mig vantar núna glósur.

Á einhver glósur úr SAG 103? Prófið verður bara úr köflunum um “Nýöld”.


Í staðin á ég glósur úr nokkrum áföngum og úr grunnskóla sem ég hef safnað á netið á síðunni http://www.freewebs.com/futark/ og ykkur er velkomið að nota það ef þið getið (þótt þetta séu engar hágæða glósur). Þar eru glósur úr NÁT 123, FÉL 103 og eitthvað úr samfélagsfræði og náttúrufræði í grunnskóla, en ég líklega eftir að setja eitthvað þarna frá þessari önn.