Jæja gott fólk, núna þarf ég aðeins að fá að segja ykkur frá því að nemendum í brekkuskóla var hótað kærum myndu þeir setja kennaragrín sem ekki mátti svo sýna í skólanum, á netið. Einnig er búið að gera undir skriftalista til að leyfa þetta.

og HÉR er hann

Hérna fyrir neðan ætla ég að paste-a texta sem kemur er undirskriftarlista um kennaragrín Brekkuskóla árið 2006 en það var ritskoðað og bannað.

"Nýlega luku nemendur í 10. bekk í Brekkuskóla við árlegt kennaragrín skólans og var það með eindæmum vel heppnað.

Nú, þegar kom að því að sýna það hafði kennari skólans ritskoðað og bannað það. Umræddur kennari hélt því fram að sum atriði væru ekki við hæfi og við hefðum gengið of langt.

Jæja allt í lagi með það. Við hugsuðum bara með okkur að við myndum setja þetta inná heimasíðu þeirra sem gerðu þessa stuttmynd. http://garparnir.bloggar.is en þá var okkur hótað kærum og málaferlum.

Er það ekki of langt gengið að fara að kæra 15 ára unglinga vegna kennaragríns? Atriðin sem þóttu ekki við hæfi voru einmitt ekki særandi fyrir tiltekna kennara heldur áttu þau að vera “ærumeiðandi og særandi fyrir blygðunarkend.”

Ég má hundur heita ef nemendur hafa aldrei á ævinni séð neitt verra en það sem var í þessum atriðum. Ég veit ekki um einn nemenda sem leið illa eftir að hafa séð upptökur eða verið viðstaddur upptökur þessara atriða."

endilega ef ykkur finnst að við ættum að fá að sýna þetta, skrifið undir.

Ég veit að það væri auðveldara að mynda skoðun á þessu ef þið fenguð að sjá þetta en það er bara ekki í boði

kv. Dorno

Bætt við 3. nóvember 2006 - 16:45
afsakið en vitlaus linkur var settur inn

hérna er sá rétti

undirskriftarlisti