Ekki beint í skóla, en tengist samt lærdómi þannig að ég held að þetta sé besti staðurinn…

Ég er að byrja að læra arabísku, er kominn með nokkur kennsluforrit í tölvunni auk þess að besti vinur minn er arabi og er að hjálpa mér með þetta. En væri samt ágætt að hafa kennslubækur líka (þó hitt sé alveg að duga til að byrja með). Efast um að það séu til Arabíska-Íslenska kennslubækur, en Arabíska-Enska dugar alveg. Hvort það sé hægt að kaupa svoleiðis á Íslandi eða hvort ég þurfi að panta það erlendis?