Mig vantar smá hjálp í stærðfræði sem fyrst! Ég er að fara í próf á morgun í 2. kafla í bókinni Stærðfræði 3000 fyrir STÆ 303 (man ekki undirtitilinn). Ég á að læra utanað nákvæm gildi cos, sin og tan á 30°, 45° og 60°. Ég er búin að læra ágæta aðferð við að muna cos og sin en kennarinn sagði að við ættum auðveldlega að geta reiknað út tan útfrá hinum (tanx = sinx/cosx). Ég get reiknað út 45° og 60° og fengið rétt út en þegar ég reikna 30° kemur smá undarlegt.

Ég reiknaði þetta og fékk út að sin30° væri sama og 1 deilt með rótinni af 3 (get ekki skrifað þetta hérna. En á blaðinu stendur að það sé rótin af 3 deilt með 3. Ég prófaði bæði í vasareikni og það kemur sama talan út úr báðum.

Ég er eiginlega ekkert svo góð í rótum. Hvernig getur þetta verið það sama?