Ég er hérna með 2 dæmi sem ég get ekki reiknað, geta vel verið auðveld en ekki fyrir mér.

1. Taktu fyrst af handhófi eina kúlu úr poka A og síðan aðra úr poka B. Hvaða líkur eru á því að litur kúlnanna verði mismunandi?
(poki eitt er með 2 svörtum og 1 hvítri kúlu og í poka tvö er 1 svört og 2 hvítar kúlur.)

2. Flugtak tveggja þrepa eldflaugar tekst ef bæði þrepin eru í lagi. Líkur á að 1. þrepið bili eru 1/6 og líkur á að 2. þrepið bili eru 1/8. Hvaða líkur eru á því að flugtak eldflaugarinnar takist?

Vona að einhver geti hjálpað mér :)