Er í smá basli við að læra í Sjálfstæðu fólki, er búinn að lesa einhverjar glósur og svona og kann held ég söguna nokkuð vel, svona hvað gerist og svona. En spurningin er hvort ég sé að lesa nóg milli línanna. Vitið þið um eitthvað sem ég ætti að vita merkilegt fyrir próf? T.d konurnar hans Bjarts, eitthvað merkilegt þar? Vitiði eitthvað meira merkilegt við fólkið í sögunni, er satt að segja ekki viss um allan skyldleikann í sögunni. Hver var Finna og mamma hennar? Giftist Bjartur ekki fleirum en Rósu? Hver er Kólumkilli og Gunnvör nákvæmlega?

Öll hjálp er vel þeginn. Fyrirfram þakkir segi ég bara.
Kv. Veteran