ég bý úti á landi og var að klára tíunda bekk. Málið er að mig langar rosalega til Reykjavíkur í skóla en langar líka alveg rosalega að vera hérna í kannski 1 ár enn. En skólinn þar sem ég bý er ekki beint þekktur fyrir að vera góður og er mjög fámennur. Nú er spurningin… Er mikið mál að skipta um skóla eftir 2 annir? (Er einna helst að spá í MH núna…)