Oftar en ekki hef ég séð eftirfarandi lista (eða annann svipað vitlausann) yfir fjölda mögulegra rafeinda á hverju rafeindahvolfi atóms:
Á fyrsta hringnum komast fyrir tvær rafeindir.
Á öðrum hringnum komast fyrir átta rafeindir.
Á þriðja hringnum komast fyrir átta rafeindir.
Á fjórða hringnum komast fyrir átján rafeindir.
Á fimmta hringnum komast fyrir átján rafeindir
Á sjötta hringnum komast fyrir 32 rafeindir.
Í alvörunni, þetta er ekki rétt. Mér finnst fárnalegt að ykkur skuli vera kennt þetta í grunnskóla.
Þið getið séð það hérna að þetta er ekki rétt. Skoðum t.d. eitthvað af þyngstu efnunum, Darmstadtium, nr. 110 í lotukerfinu.
Rafeindaskipan Darmstadtium er semsagt eftirfarandi:
Númer hvolfs - fjöldi rafeinda
1. - 2
2. - 8
3. - 18
4. - 32
5. - 32
6. - 17
7. - 2

Þarna sjáiði að þetta sem er verið að kenna ykkur stenst hreinlega ekki, vegna þess að það er 18 rafeindir á 3. hvolfi og 32 rafeindir á 5. hvolfi.

Af hverju er verið að kenna ykkur þetta rugl?