Í dag er busavígsla í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Busarnir eru allir vel merktir þegar þeir koma í skóla, með límbandi og allskonar niðurlægjandi spjöldum. Svo eru þeir látnir týna rusl, bera töskur, pússa skó, halda hurðum, þrífa bíla, fara í leikfimi, syngja og eitthvað rugl. Busavíslan sjálf hefst kl. 13:00 og er þá öllum busunum smalað inní sal og lesið yfir þeim. Svo eru eru þeir leiddir út og fá gott bað.
Svo í kvöld verður busaball, og leikur hljómsveitin Flauel fyrir dansi. Einnig verður DJ JonFri.