Já já, samræmduprófin eru að nálgast og maður náttúrulega farinn að spá í framhaldsskólana.
Ég bý á Akureyri og ef ég færi í skóla hér þá væri það pottþétt VMA. Bara útaf því, það er engin ástæða.
En málið er að mig langar að fara suður, amk eina önn/eitt ár. Og ég get verið hjá stóra bróður mínum og kærustunni hans. FB er í göngufæri, ég get alveg fengið vinnu og mér lýst mjög vel á þetta.
Ég talaði aðeins við pabba um þetta í gær og hann sagði að það væri ekki víst að ég kæmist inn, það væri tekið inn eftir því hvar þú ættir heima [s.s. þá reykvíkingar fengju forgang].
Þá hef ég nokkrar spurningar.

1. Er FB góður skóli?
2. Er líklegt að ég komist í FB ef ég sæki um? Ég er með svona í meðallagi góðar einkunnir og býst við svona ókei/fínum á samræmdu [ætla á félagsfr.braut]
3. Væri betra fyrir mig að flytja suður í sumar og hafa lögheimili þar? Breytir það einhverju?

Takk takk ^^,
-Tinna