Eitt er víst:
Ég tel mig fara með ágætt íslenskt mál og reyni að gera mitt besta til að standa vörð um íslenska tungu - við mikinn ófögnuð viðstaddra (hverjum er ekki sama).
En að sjá orðin “mig” og “hlakka” hlið við hlið gefur mér hroll.

Svo fer ég inn á huga.is/ýmislegt/skóli og þar stendur nú yfir skoðanakönnun hvort fólk er farið að hlakka til skólans nú í haust.

Orðrétt hljómar hún svona:

“Hlakkar þig til að byrja aftur í skólanum?”

Fer þetta ekkert í taugarnar á fólki - eða er ég bara aumkunarverður, lítill drengur í vonlausri baráttu :)

(rétt skal taka fram að ég ákvað að taka ekki þátt í könnuninni)

Kveðja,
Jericho