jæja…hafði ekki hugmynd um hvar ég átti að leggja inn þessa mjög mikilvægu spurningu en vitiði hvernig maður fer að því að umbreyta (snúa) formúlum eða jöfnum í graffískum reiknivélum? Er með Casio Algebra FX 2.0 PLUS vél sem á að geta þetta en ég bara skil engan veginn hvernig á að fara að þessu :s
Það sem ég er að reyna láta hana gera er að umbreyta formúlunni V=a*t þannig að hann breyti þessu í t.d a=V/t (sem væri þá útkoman). Prófin fara að nálgast og er þetta mjög mikilvægt fyrir mig að getað umbreytt formúlum á þennan hátt í reiknivélinni minni :) Væri glæsilegt ef einhver kynni að hafa réttu aðferðina til að gera þetta.
____________