Ég var bara að hugsa um hvað sumar skammstafanir á Innu þýða í mætingarlistanum (viðvera), t.d. O, X og A. Ég hef nokkuð oft skilað inn vottorði fyrir tíma sem ég hef þurft að skrópa í, oftast út af tannlæknaferðum, og er núna með nokkur X skráð og eitt O (reyndar nokkuð margar fjarvistir líka sem á eftir að þurrka út), langar bara að vita hvort annað hvort X eða O þýði að maður hefur skilað vottorði… en það getur samt varla verið því þá væri ég örugglega með miklu fleiri þannig.
Er búin að fara í Hjálpina en finn ekkert um þetta þar.

Líka ef einhver veit hvenær fjarvistir eru leiðréttar/skráðar á Innu þá má hann segja mér það. Held það sé nefnilega á einhverra daga/viku fresti, langar bara að fara að losna við þessar fjarvistir.

Og ég er í MR ef það skiptir einhverju máli, það er nefnilega einhver skóli með K sem valmöguleika í mætingarlistanum en ég er ekki með neitt K hjá mér.