Fyrir mörgum öldum var Kamilla prinsessa tekin til fanga af ræningjaflokki og haldið í kastala á eyju sem var ferningslaga eins og þú sérð á myndinni. Ungur riddari kom þar að og vildi bjarga henni. Síkið i kringum kastalann var allstaðar þrír metrar að breidd. Hann fann tvo trjádrumba, en því miður voru þeir báðir aðeins styttri en þrír metrar. Annar þeirra var 2 metrar og 97 sentimetrar og hinn 2 metrar og 95 sentimetrar að lengd. Reyndu að finna út hvernig hann lagði plankanna þannig að hann kæmi kamilli yfir síkið. Hann hafði engin verkfæri nema hugvitið góða.

(Myndin er ferningslaga og kastalinn inn í honum og síkið utan á 3 m. breidd).

Annað dæmi:
Björn bóndi ræktar broskalla og hefur náð góðum árangri i því. Hann stendur frammi fyrir því vandamáli að velja á milli þess að hafa broskallana frjálsa eða í búrum. Ef hann ætlar að hafa þá í búrum, einn í hverju, þá getur hann, með því að teikna aðeins svo rétthyrninga aðskilið þá alla þannig að hver fyrir sig sé í einum ramma. Hvernig fer hann að því?

(Myndin er einungis ferningslaga með 9 brosköllum raðað í.)
Endilega leiðréttið mínar stafsetninga og málfræðivillur!!