Ég er í 10. bekk og er búin að vera í starfskynningum og fyrirlestrum. Um daginn var fyrirlestur um framhaldsskóla og þar var m.a. talað um bekkjarkerfi og áfangakerfi.

Ég hef heyrt að það sé gott að fara í áfangakerfi ef maður er annaðhvort góður að læra eða lélegur, ekki svona venjulega góður, því þar er hægt að fara hægar og hraðar. Þar er líka hægt að fá metið sem maður er búinn með. T.d. er þýska kennd í mínum skóla (9-10 bekk)

Í bekkjarkerfi er ekki hægt að fara hraðar en aðrir og ef maður er búinn með einhverjar einingar eru þær yfirleitt ekki metnar.

Ég er búin að vera að pæla í hvað það er sem er gott við bekkjarkerfið. Hverju eru krakkar að sækjast eftir þar?

Hvort haldið þið að sé betra?