Ein spurning var þannig:

Hvaða hljóðbreyting er kjalar-kili? (minnir mig)

I-hljóðvarp?
U-hljóðvarp?
Klofning?
Hljóðskipti?

Ég og vinir mínir vorum ekki viss með þetta, sumir vildu segja hljóðskipti aðrir klofning. Er einhver íslenskusérfræðingur hérna með svarið?

Ég veðjaði á klofningu og þetta er hvers vegna:
“Upprunalegt ‘e’ hefur sums staðar breyst í ‘i’ með i-hljóðvarpi, sbr. skjöldur, skildi, skjaldar. Frumhljóðið kemur fram í skyldri orðmynd, skel. Fleiri dæmi: fjörður, firði; mjöður, miði.”-Íslenska; Kennslubók í málvísi og ljóðlist, Jón Norland/Gunnlaugur V. Snævarr
Þetta fjörður-firði á semsagt að teljast sem klofning.Gildir þá ekki sama regla um orðið ‘kjölur’?