Samræmt próf. “Ég undrast þetta ritgerðarefni og það kom töluvert á óvart.” Sagði Hrönn Bjarnardóttir, ritari í samtökum móðurmálskennara, þegar Fréttablaðið ræddi við hana um ritgerðarefni á samræmdu prófi í íslensku
Hrönn sagði efnið, sem sneri að því hvað nemendum fyndist um styttingu námstíma til stúdentsprófs, pólitískt mál sem krakkarnir væru mörg hver ekki búin að velta mikið fyrir sér. Margrét Matthíasdóttir, íslenskukennari í Hagaskóla, tók í sama streng og taldi efnið of þungt og viðmikið. Vitnaði hún þar til þess að verkefnið hefði verið notað á prófum í Menntaskólanum í Reykjavík og Verslunarskóla Íslands, og þar með vali um aðra möguleika sem ekki hefðu verið í þessu tilfelli. Sérstaklega taldi hún verkefnið ósanngjarnt gagnvart nemendum sem ekki hefðu leitt hugann að þessu efni, sem væri talsverður hluti. Verkfallið í vetur hefði svo einnig haft töluverð áhrif á kennslu í ritun og ritgerðasmíð þar sem slík kennsla væri tímafrek og byggði á mikilli þjálfun. þannig hefði verkfallið bitnað jafnvel meira á þessum hluta íslenskunámsins en öðrum


Þetta er grein sem Fréttablaðið á. Þetta var birt í fréttablaðinu og er á annari bls neðarlega.
kv Heiða