Háskólinn í Maastricht í Hollandi hyggst reyna að koma í veg fyrir að nemendur geti sent SMS-skilaboð sín á milli á meðan prófhald stendur yfir vegna þess að fjölmörg dæmi eru um að nemendur hafi rangt við með þessum hætti. Skólayfirvöld hafa lengi haft grun um að sumir nemendur hafi svindlað í prófum með því að nota SMS-skilaboð til þess að spyrja samnemendur sína um rétt svar. Þeim er ekki heimilt að leita á nemendum og taka þannig af þeim símana og því hefur verið tekin ákvörðun um að koma fyrir búnaði í skólanum sem hindrar sendingar á textaskilaboðum.
Er gert ráð fyrir að búnaðurinn verði notaður þegar prófhald hefst að nýju við skólann. Þá segir á Itavisen að kennarar ætli að vera á verði á snyrtingum skólans svo nemendur geti ekki sent SMS-skilaboð þaðan. Hins vegar er haft eftir Wim Bogaert talsmanni skólans að GSM-símar eru næstum því jafnsmáir og eldspýtnastokkar og því erfitt að sjá hvort nemendur beri þá á sér. Þá segir hann að það gæti reynst erfitt að koma í veg fyrir SMS-sendingar hjá nemendum þegar þeir loka að sér á salernum.
Hafðið reynt þetta? ég hefði aldrei þorað því!! Annars hefði ég verið til í það!!
Just ask yourself: WWCD!