Hérna koma glósur úr 1. og 2. kafla, ég var að lesa hugmynd um glósu áhugamál og datt í hug að einhverjir myndu þiggja Glósur, það kemur örugglega meira seinna, það væri líka frábært ef að einhver myndi líka nenna að senda inn glósur úr þessari bók og öðrum bókmum í þessum bókaflokki, til dæmis:Erfðir og Þróun,Orka og Kraftur og Hreyfing :)
1.Flokkunarfræði
Saga flokkunarfræðinnar
Flokkunarfræði felst í því að lífverum er skipað í hópa á grundvelli sameiginlegara einkenna.
Á fjórðu öld fyrir krist setti gríski heimspekingurinn Aristóteles fram fyrsta kerfið þar sem reynt var að flokka lífverur.
Hann skipti öllum dýrum í þrjá hópa: í fyrsta hópnum voru fleyg dýr,í öðrum voru synd dýr og í þriðja voru dýr sem gengu.
Flokkunarkerfið sem að nú er stuðst við er smíð sænska náttúrufræðingsins og læknisins Carl von linné sem var uppi á 18.öld. Carl varði næstum allri ævi sinni til þess að búa til nýtt flokkunarkerfi og lýsa öllum lífverum sem að þá voru þekktar.
Hann skipaði öllum lífverum í tvö ríki, ríki plantna og dýra, og síðan í æ smærri flokkunareiningar þar sem sameiginleg einkenni í gerð og líkamsbyggingu voru lögð til grundvallar við skipan lífvera.
Nafnakerfi Linnés byggist á því að hver tegund hlýtur tvö heiti, oft nefnd fræðiheiti eða vísindaheiti. Heitin eru oftast Latnesk en mörg eiga samt uppruna sinn í grísku.
Fyrra heitið er heiti ættkvíslar tegundarinnar en það seinn einskonar viðurnafn tegundarinnar.
Þessi tvö heiti mynda síðan í sameiningu tegundarheitið.
Tökum sem dæmi manninn, Homo sapiens=hinn viti borni maður Homo=maður og sapiens=viti borinn.
Núverandi flokkunarkerfi lífvera
Sífeldar breytingar eru á flokkunar kerfinu af því að vísindamenn eru alltaf að uppgvöta meira um lífverurnar og þróunina. Flestar breytingarnar eru litlar en sumar samt stórar,til dæmis hefur verið breytt fjölda ríkja nokkrum sinnum.
Það er aðalega tvennt sem hefur sett mark sitt á hvernig menn flokka lífverur. Hið fyrra er þróunarkenning Charles Darwins og hið síðara má rekja til þeirra tækniframfara sem gera líffræðingum kleift að skoða fleiri þætti í gerð lífveru en áður. Þeir geta til dæmis borið saman efnasamsetningu og gerð einstakra sameinda hjá mismunandi lífverum.
Skilningur á þróun lífvera er afar mikilvægur fyrir þá sem fást við að flokka lífverur, af því að þróunartengsl eru þungamiðja í þeirri flokkunarfræði sem að líffræðingar eru nú að styðjast við.
Líffræðingar leitast við að flokka lífverur þannig að í hverri einingu eða hópi séu lífverur sem að eiga sameiginlegan forföður.
Öllum lífverum er nú skipað í sjö flokkunareiningar: ríki, fylkingu, flokk, ættbálk, ætt, ættkvísl, og tegund.
Ríki >er stærsta og víðtækasta eining flokkunarkerfisins.Allar plöntur tilheyra til dæmis plöntu ríkinu.
Fylking > fylking tekur mikinn fjölda ólíkra lífvera, en lífverurnar eiga sér samt mörg og mikilvæg samkenni.
Flokkur > (það er ekkert sagt um þá í bókinni)
Ættbálkur > (það er ekkert sagt um þá í bókinni)
Ættkvísl > (það er ekkert sagt um þær í bókinni)
Tegund > Einstaklingar í sömu tegund eiga venjulega mörgsameiginleg einkenni í útliti og hátterni og auk þess geta einstaklingarnir æxlast saman og eignast afkvæmi sem einnig eru fær um að geta af sér afkvæmi.
Hver flokkunar eining ber latneskt(/grískt) heiti og flestar eiga sér einnig íslenskt heiti.
Ríkin fimm
Það flokkunarkerfi sem notast er við í bókinni skiptir lífverum niður í fimm ríki.
Þau eru: dreifkjörnungar, frumverur, sveppir, plöntur og dýr.
Dreifkjörnungar
Í ríki dreifkjörnunga finnum við gerla(bakteríur).
Dreifkjörnungar eru einfrumungar og greinast frá öðrum lífverum að því leiti að þeir eru ekki með erfðaefnið í sérstökum frumukjarna og þá skortir einnig ýmis frumulíffæri sem að finna má í frumum annarra lífvera.
Dreifkjörnungar eru taldir ver elstu lífverur jarðar,
fyrst komið fram fyrir 3,5 miljörðum ára.
Frumverur
Ríki frumvera nær yfir flestar einfruma lífverur sem búnar eru kjarna. Sumar frumverur eru búnar grænukornum og eru því frumbjarga en þegar birta er af skornum skammti geta sumar breytt sér þannig að þær verða ófrumbjarga(t.d augnglennur).
Dæmi um frumverur eru ildýr.
Sveppir
Sveppir eru flestir fjölfruma, þeir eru allir ófrumbjarga og frumuveggurinn er úr öðru efni en frumuveggur plantna.
Plöntur
Í plönturíkinu eru fjölfruma,frumbjarga og heilkjarna lífverur.
Dýr
Í dýraríkinu eru eingöngu fjölfruma og ófrumbjarga lífverur.
Líkt og margar plöntur og sveppir hafa flest dýr sérhæfða
Vefi, líffæri og líffærakerfi.
2.Veirur og Dreifkjörnungar
Veirur
Veirum er ekki skipað í neitt af ríkjunum fimm af því að þær hafa sum einkenni lífvera en önnur ekki.
Lífverur úr öllum ríkjunum verða fyrir barðinu á veirum.
Veirur eru örsmáar agnir sem geta ráðist inn í lifandi frumur. Veirur eru minni er frumur og búa ekki yfir nema hluta af eiginleikum þeirra. Eini eiginleikinn sem er veirum og frumum sameiginlegur er fjölgun.
Veira er sett saman úr tveimur meginhlutum: uppistöðu úr erfðaefni og hjúp úr prótíni.
Frumurnar sem að veirurnar nýta sér til þess að fjölga sér kallast hýslar eða hýsilfrumur, Sníkill eða sníkilfruma er sú lífver sem að lifir á eða í Hýslinum. Samlífið er Hýslinum til baga.
Geril veiran ræðst á gerla(bakteríur) sem eru í einfruma lífverur í ríki dreifkjörnunga.
Á mynd 2-3 á blaðsíðu 26 í bókinni Lifandi Veröld sést hvernig gerilveira fjölgar sér.
Hún ræðst á gerilfrumu,festir halaþræði sína við ysta hjúp gerilsins, sprautar erfðaefni sínu inn í gerilinn og nær þannig stjórn á gerlinum og lætur hann framleiða hráefni í nýjar gerilveirur.
Hráefnin raðast saman og mynda nýjar gerilveirur og að lokum brestur gerilfruman og gerilveirurnar brjótast út.
Orsakir mjög margra sjúkdóma má rekja til veira,
til dæmis:kvef, vörtur, lifrabólga, bólusótt, inflúensa og mislingar.
Það er líka hægt að nota Veiklaðar eða óvirkar veirur til að framleiða bóluefni og sem vopn gegn sjúkdómsvaldandi veirum og skordýrum.
Dreifkjörnungar
Dreifkjörnungar eru örsmáar lífverur sem eru aðeins ein fruma og erfðaefnið er dreift um frymið.
Dreifkjörnungar eru frábrugðnir öllum öðrum lífverum að því leiti að þeir hafa engan kjarna og skortir ýmis frumulíffæri sem aðrar lífverur hafa.
Þessi tvö heiti, Gerlar og Dreifkjörnungar eru nánast orðin samheiti.
Gerlar merkja það sama og Dreifkjörnungar.
Gerlar eru elstu lífverur jarðar og það er talið að þeir hafi komið fram fyrir um 3,5 milljörðum ára. Líklegt þykir að þeir hafi verið einu lífverunnar á jörðinni í um tvo milljarða ára.
Líffræðingar hafa áætlað að í hverju grammi af frjóum jarðvegi geti verið um 2,5 milljarðar gerla.
Sumir gerlar lifa stakir en aðrir loða saman í klösum eða hrúgum.
Gerlar lifa í vatni, lofti, jarðvegi og bæði í og á líkömum annarra lífvera. Reyndar er talið að gerlar geti lifað næstum hvar sem er.
Það sem einkennir Gerla öðru fremur er að þeir hafa um sig frumuvegg,frumuveggurinn er frumulíffæri sem að veitir frumunni styrk, ræður lögun hennar og verndar önnur frumulíffæri hennar.
Sumar tegundir hafa líka um sig hjúp sem að kallast slímhjúpur, hann er utan frumuvegginn.
fyrir innan frumuveggin er frumuhimnan sem að umlykur frymið og stjórnar því hvað fer inn í og út úr frumunni.
Innan við frumuhimnuna er Frymið og erfðaefnið er dreift um það.
Sumir gerlar hafa svipur, þær nota þeir til að hreyfa sig úr stað.
Gerlar þurfa orku og þeir afla sér hana á fjölbreyttari hátt en lífverur í öllum hinum ríkjunum fjórum til samans.
Sumir gerlar þarfnast súrefnis, aðrir geta þrifist án þess en enn aðrir deyja ef að súrefni kemst að þeim.
Margir gerlar eru frumbjarga og nýta orku frá sólinni en aðrir nýta sér orku sem býr í ýmsum ólífrænum efnasamböndum.
Það eru líka margir gerlar sem að eru ófrumbjarga og nærast þess vegna á öðrum lífverum, þeir gerlar sem að lifa í eða á öðrum lífverum kallast sníklar.
Margir Sníklar(gerlar) orsaka sýkingu í mönnum, plöntum og dýrum en aðrir gerlar nærast á dauðum lífverum og kallast þess vegna Sundrendur eða rotverur. Rotverur eru mjög mikilvægar af því að þær leiða til þess að mikilvæg næringarefni fara aftur til jarðvegs og vatns og nýtast þá frumbjarga lífverum að nýju.
Gerlar fjölga sér með skiptingu.
Ef næringu þrýtur í umhverfi gerla, þurrkur sverfur eða súrefni skortir geta margir gerlar umbreyst og þá myndast dvalgró.
Dvalgró er oft kúlu- eða egglaga og er hjúpuð þykkri varnarhimnu. Þessi þolna himna gerir það að verkum að fruman þolir langvarandi suðu, fimbulfrost og sterkustu sóttvarnarefni.
Þegar skilyrði í umhverfinu breytast og verða aftur hagstæð breytist dvalgróin aftur í geril.
Gerlar eru nytsamlegir á margan hátt, þeir eru nýttir við framleiðslu matvæla, eldsneytis, lyfja og ýmissa annarra afurða.
Síðan eru líka ákveðnir gerlar brjóta niður sorp og í meltingarvegi okkar lifa gerlar sem hjálpa okkur við að melta. Sumir gerlar framleiða efni sem að skaða eða drepa örverur og aðra gerla, sum þessara efna eru mikilvæg sýklalyf.
En gerlar eru líka skaðsamir, til dæmis spilla sumir matvælum, vinna skemmdir á eignum og orsaka sjúkdóma í mönnum, dýrum og plöntum.
