hæ ég er að fara að klára 10.bekk og hef verið að velta því fyrir mér í hvaða skóla ég á að fara í. Þannig er að maður á að velja um að minnsta kosti tvo skóla semsagt aðal. og auka. og ég get hugsað mér að fara í annað hvort FB eða MK.
Ég get þess vegna vel hugsað mér að þegar ég fer að velja að hafa FB sem aðal. og MK sem auka. Ég veit ekkert um MK, ég hef bara lesið um hann í blöðum og bókum og hef stökum sinnum heyrt um hann. í 10.bekk er farið í flestum skólum að skoða þá skóla sem 10.bekkingar geta hugsað sér að fara í eftir grunnskólann. Ég fór ekki að skoða MK en ég fór að skoða FB. Ástæðan fyrir því að mig langar að fara í þessa skóla er að þeir eru nálægastir heimili mínu. Er einhver hér í FB eða MK? veit einhver hér hvernig skólar þetta eru? Hvor myndi heilla ykkur mest? ég veit vel að ég á að fara í þann skóla sem mér líkar best en ekki hvað öðrum finnst. En hvert eru ykkar álit á þessum skólum sem eg hef nefnt hérna fyrir ofan?


kv.mega