Núna ætla ég að segja frá “atburði” sem að skeði í Íslensku prófinu í dag en þannig er mál með vexti að c.a kl 11:55 var ég í stofunni bara í rólegheitum og byrjaður á rituninni. Þá labbar prófdómarinn inn og segir að skila þurfi prófinu kl 12:00, ég hrekk við og klára ritgerðina sem ég var aðeins meira en hálfnaður með en þá átti ég eftir að fara í allt í prófinu sem að ég gat ekki. Svo kemur Prófdómarinn inn aftur kl 12 og segir að hann hafi ruglast og við ættum að fá að vera inni til 12:45. Þá er ég búinn með ritunina og hún var frekar illa unnin vegna þess að ég hugsaði með mér að það væri betra að skila einhverju í stað ekki neinu. Svo fór ég að tippexa yfir atriði og reyna að vinna hana betur en hún varð bara alltaf subbulegri og subbulegri. Svo á endanum fór stelpan sem að lánaði mér tippex og ritunin mín var frekar ljót. Svo fattaði ég að ég ætti varla tíma til þess að fara yfir þannig að ég fór einu sinni yfir og gískaði á flest og skilaði prófinu um það leyti sem að próftíminn var búinn.

Mig langar að spurja hvort eitthvað sé hægt að gera í þessu eða verð ég bara að láta þetta eiga sig?