Ég er á öðru ári í menntaskóla á málabraut og hef orðið mikið vör við það hvað fólki finnst málabraut vera ópraktísk. Margir segja að sú braut sé langléttasta brautin sem maður getur valið og að maður geti ekki orðið neitt annað en flugfreyja eða túlkur eða eitthvað í þeim dúr ef maður velur hana því maður sé að loka á flestar námsleiðir í háskóla með þessum hætti. Það sem mig langar að vita er, hvað finnst ykkur????? Haldið þið að maður geti ekki lært fög eins og sálfræði eða félagsfræði eða þess háttar þó maður komi ekki af félagsfræðibraut ?? ég hef stundum verið að pæla í að skipta um braut og fara á félagsfræðibraut en mér finnst bara svo gaman að læra mál…