Hæhæ.


Það er eitt búið að vera að pirra mig rosalega undanfarið eftir að ég fór að hugsa um þetta. Kannski haldiði að ég sé bara að tuða um þetta því ég nenni ekki að læra…. en það er ekki málið.

Sko… Ég skil ekki hvers vegna við þurfum að læra td. einhverjar sögur. Mér finnst alveg fáránlegt hvað við eyðum miklum tíma í að lesa einhvejar sögur sem á ekkert eftir að gagnast okkur í framtíðinni. Svo finnst mér líka Danska bæði hundleiðinleg og ónauðsynleg. Afhverju er ekki nóg að læra ensku? Það tala hana allir en bara norðurlandaþjóðirnar skilja Dönsku.

Mér finnst líka að maður ætti að ráða hvort maður ætlar að fara í smíði og sauma og þannig… ekki ætla ég td. að verða saumakona eða smiður. Myndmenntin er líka eitt af þessum fáránlegu dæmum.
Það getur verið gott að kunna að sauma og svoleiðis til að laga eitthvað og svoleiðis… en að kunna að teikna… hvað á það eftir að gagnast þeim sem ekki ætla að verða teiknarar eða myndlistarmenn í framtíðinni?

Það sem mér finnst að eigi að leggja meiri áherslu á í skólanum er sund. ÞEgar við förum í sund (einu sinni í viku) þá eru bringusund og baksund einu sundin sem við æfum. Við lærum td. ekki að stinga okkur, ekki flugsund, æfum MJÖG lítið skriðsund… kannski tvisvar á ári.
Mér finst líka að í íþróttum megi bæta fjlbreyttnina, ekki bara vera alltaf í fótbola, skotbolta og stórfiskaleik!!!

Þetta er bara mitt mat og kannski eiga einhverjir eftir að verða ósammála mér… en ég bið þá bara ekki að koma með einhver skítköst… þetta finnst mér og ég á rétt á að finnast það!!

BITCH1