Þetta er listi sem kennarinn minn lét mig hafa til að skrifa betri ritgerðir og ég ákvað að senda hér inn svo þið gætuð notað hann líka.
Bygging
* Að hafa upphaf, meginmál og lokaorð.
* Að setja efni skipulega upp.
* Að hafa samhengi í texta.
Efni
* Að taka afstöðu.
* Að leggja mat á efnið, að taka sjálfstæða afstöðu.
* Að hafa rökrétta samhengi efnisatriða.
* Vel útfærð rök.
Málfar og stíll
* Að hafa málsgreinar heillegar.
* Að hafa stuttar setningar.
* Að nota ritmál.
* Að nota rétta orðaröð.
* Að nota fjölbreytt orðalag, orðtök og málshætti.
* Að hafa ákveðna hugsun í hverri málsgrein.
FORÐIST
* Upptalningu
* Fábreytt málfar
* Talmál
* Að vaða úr einu í annað
* Flatan stíl
* Endurtekningar
Vona að þetta komi ykkur að einhverju gagni.
