Ég byrjaði í skólanum í dag og það kom ný stelpa í bekkinn, stelpurnar skipta sér eiginlega í 2 hópa og ég er eiginlega í báðum.
Eins og ég sagði var ný stelpa að koma og mig langaði að spyrja svona nýja krakka,
Hún var allan daginn með mér og sat við hliðina á mér og í Matarhléum og Frímínútum var hún alltaf með mér og einum hópnum (ég kalla hann nr. 1)en spurningin er: Langar henni að vera með okkur??
Í Grúppíu nr. 1 eru misjafnar stelpur. Sumar vinsælar, aðrar ekki.
Langar henni að vera með okkar hóp? Langar henni að vera með Hóp nr. 2, Er eitthver leið til að ég gæti séð það.
Krakkar ef þið eruð að fara (farin) í nýjan skóla vilduð þið segja mér frá því hvernig þetta er hjá ykkur því ég vil nú ekkert vera að neyða hana til að vera með okkur.

Ef það er eitthver leið viljið þið segja mér það!

Takk fyrir mig
~Vinny~
Ég veit að þetta er skólaáhugamál en þetta áhugamál tengjist skólanum svo að ég ákvað að senda þetta inn hé