Ég er að vinna B.A. verkefni um einelti og langar að vita hvernig ykkur finnst ástandið vera í ykkar skólum. Er mikið um einelti, hvernig lýsir það sér helst, og er eitthvað gert í því? Hvað er þá gert, og er það nóg? Er einhver umræða um þetta í skólanum?
Hvað finnst ykkur? Gaman væri að heyra frá bæði krökkum og kennurum og öðrum sem koma að skólastarfi.