Punktar í skóla eru alveg óþolandi, einn í bekknum fékk 3,5 í punkta einkunn eða hvað sem það það heitir. En afhverju að hafa þessa punkta, sumir eru gleymnir og gleyma alltaf að taka með sér bækur og fá eitthvað pínu í einkunn. Það er alveg óþolandi. Ég væri til í að þeir punktar myndu hætta í skólunum sem þessir punktar eru. En sumir eru minnugir og muna að koma með allar bækurnar í skólann. Eru heppnir því þá fá þeir ekki svona lága einkunn í þessari punkta einkunn. En ég styð að þetta punkta rugl hætti, mér finnst þetta allavega algjört punkta rugl. Sumir fáa lága einkunn út af því að þeir eru gleymnir og sumir vegan þess að þeir eru óþekkir, mér finnst allavega að það ætti ekki að gefa punkt ef maður gleymir námsgögnum það er bara rugl að gera það. En þetta er í grunnskólum og kannski einhverjum öðrum skólum. En það ætti aðeins að lagfæra þessa punkta í þeim skólum sem þeir eru gefnir. Sumir verða svo leiðir og pirraðir ef þeir fá lága pukntaeinkunn, bara út af smá gleymni, þetta er algjört bull að gefa 6-14 ára krökkum einhverja punkta fyrir gleymnina sína.

Kveðja, Sopranos