Halló! Í tilefni prófanna ákvað ég að skrifa þessa grein.

Þar sem margir skólar, bæði framhalds-há- og grunnskólar eru að þreyta próf þessa dagana situr margt ungviðið heima við og lærir. Margir eru skipulagðir og læra efnið fram og til baka á meðan aðrir rétt kremjast í gegnum skólann.
Einni spurningu vil ég varpa til fólk sem er í framhalds- og háskólum:

Er almennt lært heima eða þykir fólki betra að fara á einhvers konar bókasöfn s.s. Þjóðarbókhlöðuna til þess að læra?

Mörgum þykir erfitt að festa hugann við lærdóminn heima, því þá er svo mikið sem hægt er að gera, annað en að læra. Tölvan, sjónvarpið og rúmið eru þá oft bestu vinir nemandans.
Öðrum þykir helst til ærandi að sitja á svo þöglum stað sem bókasafn getur verið. Þeim þykir þá betra að vera í rólegheitunum heima og vera í sínu nánasta umhverfi.

Sumir eiga lítil systkini sem trufla, aðrir eiga dýr og enn aðrir eiga ekkert, svo aðstaða hjá fólki er jú misjöfn.

Spurning dagsins: Hvar finnst þér besta að læra fyrir próf?

Prófkveðjur,
Disaben
Passaðu þrýstinginn maður!!