Í bekkjarkerfi ertu alltaf með sama bekknum í tímum en ef þú ert með meðaleinkunn undir ákveðnum mörkum eða fellur í fleiri en ákveðið mörgum fögum, þá ertu fallin á árinu og þarft að sitja sama árið aftur með ári yngri krökkum.
Í áfangakerfi stjórnar þú þínum námshraða og getur tekið marga eða fáa áfanga á önn. Þú ert þá ekki alltaf með sama bekknum í tímum og ef þú fellur í einhverju fagi, þá geturðu bara tekið það aftur á næstu önn.
Annars þá eru 2 nýlega greinar hérna sem fjalla um bekkjar- og áfangakerfi og kosti þeirra og galla þannig að þú ættir bara að kíkja á þær.