
Vinabekkir
Þannig er málum háttað að ég er í fámennasta bekknum í skólanum ,semsagt 17 nemendur. Þrátt fyrir þetta höfum við náð að verða óþekkasti bekkurinn í ÖLLUM skólanum! Við erum í 7. bekk og á öllum þessum árum erum við búin að vera með 6 kennara (þeir hafa hingað til allir orðið óléttir). Allavega höfum við verið sett í allskonar átök og kjaftæði. Núna erum við í einu strangasta átaki sem ég veit(virkar samt vel). Það er þannig að ef þú gerir eitthvað eitt einsvo að tala eða standa upp fær maður viðvörun en ef maður gerir eitthvað aftur er maður sendur til skólastjórans og þarf að dúsa þar í einn tíma. Svo er líka hægt að vinna sér inn stjörnur til að fara út í leiki. Alltaf einu sinni á dag förum við í hópa og eigum að finna eitthvað til að bæta bekkinn, skólann og bekkjarandann við eigum að gera ritgerð eða myndband eða eitthvað svoleiðis um það. Okkar hóp datt í hug að eiga vinabekk úti á landi sem við gætum skrifast á við og kannski heimsótt seinna. Okkur vantar að taka viðtal við eikkurn sem er með svona vinabekki þannig að ef þið vitið um eikkurn sem er með svona endilega bendið mér á þá.