Ég hef verið að pæla í að skella mér sem skiptinemi til Paragvæ og vera þar í eitt ár. Ég hef mjög mikinn áhuga á að fara og kynnast landi, þjóð, tungumáli og menningu. Það er víst raunin með Paragvæ að þú lendir oftast á mjög efnuðu fólki þar sem að enginn annar hefur efni á að hafa mann. Í Paragvæ er ódýrt að versla og allt er nánast hræódýrt og þú getur alveg haft það GOTT fyrir 10.000 kr. !!! Ég væri glaður að fá að heyra frá einhverjum hérna á Huga sem verið hefur skiptinemi úti í S-Ameríku eða Paragvæ ;)