Flensborg ákvað að gefa keppnina gegn FG, sem átti að fara fram á föstudaginn nk.
Tveir liðsmanna Flensborgar þurftu að fara í einhverja vinnuferð út á land og stuðningsmaðurinn nennti ekki að keppa. Því stóð Frummælandinn, Sveinn, eftir einn. Hann barðist í bökkunum við að ná sér í lið, en allt kom fyrir ekki.
FG-ingar voru reyndar ósáttir með vinnubrögð Flensborgarmanna, því þeir létu ekki vita af því að þeir myndu gefa keppnina, fyrr en nú, á mánudagskvöld og fóru því alls þrír dagar í ræðuskrif og þess háttar.
FG er því komið í undanúrslit.