Já…ég flutti til spánar fyrir sirka 7 vikum og þar sem almenningsskólar á spáni eru subbulegir og lélegir var að ákveðið að senda mig í einkaskóla. Skólinn minn heitir Cristo Rey á íslensku Kristur Kóngur. Semsagt nunnuskóli.Þessum skóla er stjórnað af kaþólskum nunnum sem maður verður alltaf að heilsa með virðingu.
En kennararnir eru sumir þó ekki nunnur. Þú mætir klukkan eitthvað 8:00 og ert venjulega til 2:45 ég mæti í fyrsta tímann og svo verður maður bara að reyna að skilja það sem er verið að segja (ég kann nefnilega ekki spænsku)og svo framvegis. En í fyrsta lagi enginn kann neitt í Ensku hérna þótt allir byrja að læra í 3.bekk.
Fyrir utan að að það heyrist ekki enska í sjónvarpinu…fara sumir krakkarnir 2 daga í viku í enskutíma.
Félagslíf hérna er ekki mikið því að það er sett svo mikið fyrir , og flestir fara bara heim að læra.
Þetta er ekki svona allsstaðar hérna á spáni bara á sumum stöðum, það eru nefnilega til svo margar tegundir af skólum hérna.