Jæja góðir nemar. Ég er í 10. bekk í grunnskóla og er n´na að fara taka próf. Þetta eru ekki samrænd próf heldur bara jólapróf.
Ég var núna í dag að fara að læra undir málfræði sem mér finnst vera eitt af erfiðustu prófunum. Fyrst að ég lifi í alveg ofboðslega nettengdu samfélagi smellti ég mér á netið í leit að æfingum og reglum í íslensku. Ég ákvað að byrja leit mína á leit.is, skrifaði þar “próf í íslensku” og þá kom upp einn grænn hellingur af bulli (eins og venjulega á leit.is :)). Ég fann samt eitthvað tengt viðfangsefninu og smellti á það en þá kom upp þessi ljómandi góði og sniðugi Skólavefur.is! Þetta fannst mér sniðugt og skemmtilegt. Þarna fann ég lista af gagnvirkum og æfingum til útprentunar!
Þá kom að því að mé leist á eina æfinguna, kennimyndir sagna. Í flýti smellti ég á það en hvað haldiði að gerist?……maður þarf að vera áskrifandi, þar að auki borga 950kr. á mánuði. Finnst yklkur þetta ekkert pirrandi?!?! Við erum send í skóla því að það er skylda, og síðan þurfum við að borga aukalega til þess að geta staðið okkur á prófum!!!

Tékkið á skolavefur.is
takk fyrir mig, Krummi.