punktakerfið o.fl. pirrandi Ég er orðin ekkert smá pirruð á því að þurfa að mæta veik í skólann þegar ég VERÐ veik. Afhverju mæti ég veik í skólann?! Það er vegna þess að ef ég verð veik og sé mér ekki fært að mæta í skólann í tvo daga eða fleiri þá verða þessir fyrstu tveir dagar á mína ábyrgð og ég fæ punkta fyrir alla þá tíma sem ég missti úr.
Það er þrennt sem ég hugsa um þegar ég verð veik:
Ekki vill maður verða eftir á í skólanum, maður vill ekki fá margar fjarvistir þannig að það bitni á einkuninni og maður vill ekki verða meira veikur.

Ég varð veik í upphaf skólaársins núna. Ég sótti skólann því að ég vildi ekki verða eftir á og missa mikið úr enda var þetta ekki neitt mikið, bara smá kvef. En svo eftir svona tvær vikur í skólanum þá fékk ég hita og varð því rúmföst. Ég kom aftur í skólann eftir svona 2-3 daga en síðan þá hefur þetta kvef og að viðbættum hósta ekkert farið…Er búin að fá lyf við þessu og það fór ekki neitt. Varð svo veik aftur og hékk heima hjá mér í dulítinn tíma og enn var kvefið fast og ég fékk fleiri punkta fyrir vikið. Mútta mín skipaði mér að fara til læknis og var ég send í rannsóknir og útkoman var sú að ég er með einkyrningssótt. Þar sem ég varð svona mikið veik í byrjun haustannarinnar þá er hún líklegast að fara, en ég er búin að vera drekka “mjólk” ofan í þetta (Busaballið í sept.) og vera veik í inni-og útileikfimi. Ég er bara heppin að vera ekki með sprungið milta núna eða í sóttkví á spítalanum út af þessari einkyrningssótt.
Málið er að nemendur í menntaskólum eru að pína sig í skólann og verða bara meira veikir fyrir vikið því að þau eru svo hrædd að falla í einkunn bæði í mætingu og í náminu, þannig að þeir drífa sig í skólann aftur veik með Parkódín í vasanum og ná aldrei flensunni úr sér. Afhverju getur mætingarkerfið ekki verið betra?! Afhverju taka þeir ekki mark á vottorðum þegar maður hefur verið veikur í tvo daga og láta nemendur fá hálfa fjarvist í staðinn út af veikindum. Auðvitað er auðvelt fyrir hvern sem er að tilkynna sig veikann og koma með vottorð tveimur dögum seinna án þess að hafa verið veikur. Ein hugmynd. Það ætti að vera
trúnaðarlæknir í skólanum sem myndi meta það hvort að maður væri veikur eða ekki og þá væru veikindafjarvistirnar gildar.

Svo er það annað sem er leiðinlegt. Afhverju eru íþróttir hjá nemendum ekki metnar? Yfirleitt velur maður milli sunds og leikfimi og ef maður kýs að velja leikfimi þá verður maður að mæta 2xsinnum í leikfimi sem er reyndar ekki mikið, en er kannski mikið fyrir þá sem æfa e-a íþrótt strangt og oft, marga klst. á dag. Þá ættu þjálfarar að mínu mati að meta þjálfun og mætingu íþróttamanna sinna og senda mat um frammistöðu til leikfimiskennara í menntaskólanum.
Auk þess þegar íþróttarmenn þurfa að fara erlendis að keppa þá fá þeir ekki leyfi frá skólanum þ.e.a.s.fái ekki fjarvistir á meðan. Íþróttarmenn eiga að fá leyfi frá skólanum og fá engar fjarvistir þegar þeir fara að keppa erlendis fyrir hönd Íslands en það hefur ekki verið farið eftir því. Varð heyrandi að einu slíku máli í fyrra þar sem ein stúlka var að fara spila erlendis í kvennalandsliðinu í hokkí og hún fékk ekki leyfi og fékk því alveg helling af fjarvistum sem var mjög leiðinlegt fyrir hana.

Hvað finnst ykkur lesendur góðir?!

cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)