Ég er orðin alvarlega þreitt á pissgula veggnum, sama sætinu, sömu stofunni þetta er allt eitt stórt deisjavú… það eina sem heldur mér vakandi er 10 ára proffa stelpan við hliðina á mér sem segir stundum eitthvað. Svo í verstu köstunum þá hætti ég að vera til fer inn, heyri ekki neitt, sé ekki neitt, brosi með sjálfum mér því að þessi heimur er mikið skemmtilegri en beinharður veruleikinn sem er eins og ég segji eitt stórt deisjavú, þó best sé að fara aldrei of langt úr veruleikanum.

Ég sé þig þú ert að segja eitthvað en ég heyri ekkert. Snýst lífið bara um að lifa hvaða pæling er það? Það hlítur að vera eitthvað meira en þetta það er ekkert skrítið að það sé slokknað á mér, ég er bara í heimi sem henntar mér ekki. ég er “ævintýramanneskja” sem ætti ekki að vera lokuð í litlu búri til æviloka sem löngu er búin að slökkva allt í mér. Ég er að bíða eftir þunglindinu sem er þó ekki en komið og þó læðist það stundum aftan að mér fyrir túr;)

Ég er ennþá að bíða eftir lífinu sem mér var lofað við fæðingu ég blóta guði fyrir lygar sínar, ég man sko hélvíti vel þegar ég stóð beint fyrir framan hann og hann spurði mig: jæja hérna er þá lífið þitt þetta er víst bara eitt lítið trip sem þú færð aldrei aftur rétt eins og eiturlif sem tekur allt sem það átti ekki að taka með einni stuttri alsælu, ertu til?.. en hvar er alsælan ég er kannski í einni stórri alsælu en tek ekki eftir því út af öllum endurtekningunum eins og að fá sér 1987975 súkulaðistykki ( þá geri ég ráð fyrir að viðkomandi sé með alvarlega stórann maga) það var gaman fyrst en núna langar mér ekki lengur í súkkulaði kannski þarf ég bara soldin hákarl í pínu stund til að meta súkkulaðið að verðuleika? Er ekki alltaf verið að troða í heilann á okkur hvað við eigum frábært líf en kunnum bara ekki að meta það, hvað með alla í Afríku? eins og mér sé ekki sama ég væri alveg til í að fara í smá tripp til Afríku!!! Þeir virðast samt mjög “happy” bara vilja eitthvað meira eins og allir ekki satt?

Mér langar mest að hætta í skólanum fara burtu til Evrópu, pína einnhvern með mér til að tala við og ferðast út um allt með ekkert eins og versti hippi! Jamms enn það er alltaf ungfrú pikkólína sem fær mig til að vera hér (samviskan) það kemst sko engin fram hjá henni skal ég segja þér kæri hugari. Ætli ég eigi ekki eftir að enda sem skrifstofukelling í breiðholti með mann og 4 börn í þríbýli, það er að segja ef ég lendi ekki á klepp. En svo ákveð ég frekar að lifa í huganum því að það er víst það eina sem ég get ein VEI þeim sem reynir að taka þá frá mér!!! mig má þó dagdreyma?
A witty saying proves nothing.