Af hverju er ekki búið að kynjaskipta bekkjum í öllum skólum? Það hafa verið gerðar margar rannsóknir á kynjaskiptingu í skólum og þær sýna til dæmis það að þær stelpur sem að útskrifast úr kvennaskóla hafa betri sjálfsímynd og mun betri hæfileika til að halda stöðu sinni á vinnumarkaðinum. Þær eru líka síður uppteknari af hefðbundinni kvenímynd.

Það eru ekki bara stelpurnar sem að virðast koma betur úr þessu, strákarnir gera það líka en það er bara ekki eins afgerandi hjá þeim og stelpunum.

Það hefur líka verið sýnt fram á það að sumir kennarar eiga það til að mismuna eftir kynjum, það getur sýnt sig í viðhorfi, framkomu og kennsluaðferðum kennarans.

Það að kynjaskipta í bekki eða skóla þýðir ekki að stelpum verði bara kennt það að elda og hugsa um heimilið eða önnur fög sem litið er á sem “kvenmannsfög”. Og það sama má segja um strákana það að kynjaskipta í bekki eða skóla á ekki heldur að þýða að þeir eigi bara að læra smíðar og annað sem kallað er “karlmannsverk”.

Þeim ætti að vera kennd sömu fögin og vera kennt af sama metnaði. Ef að þetta er gert þá geta kennarar ekki heldur gert mismun ákynjunum í kennslu því að hann er jú bara að kenna einu kyni.

En jæja, hvað finnst ykkur?

Kv. Grallara