Ég var aðeins að spá í því hvort að maður þyrfti virkilega að taka svona margar einingar til að útskrifast sem stúdent. Eins og stendur þá þarf maður að klára 140 einingar til þess að geta útskrifast sem stúdent. Flestir klára þessar einingar á sjö til átta önnum þannig að þeir sem að byrja þegar þeir eru sextán ára gamlir útskrifast flestir um tvítugt. Ég var að spá í hvort það væri ekki hægt að færa það niður í átján ára, það er að segja fjórar annir eins og svo margir skólar eru með erlendis (ef ekki allir). Ástæðan fyrir því að ég fór að velta þessu fyrir mér var sú að í sumar fór ég til útlanda og ég bjó í þessu landi í um tvo mánuði og ég gjörsamlega féll fyrir því. Meðan á dvölinni stóð ákvað ég að mig langaði til að fara í háskóla þarna úti þegar að ég væri búin með stúdentinn (maður þarf náttúrulega hvort eð er að klára stúdentinn til að komast í háskóla eins og mig langaði til að fara í). En síðan kom það á daginn að þar sem að ég bjó var venjan að fara í háskóla 18 ára gamall og auðvitað langaði mig til að geta verið í tímum með jafnöldrum mínum. En ég er einungis sautján ára núna.
Ég vill fá að heyra hvað ykkur finndist um þetta.