Í dag var undirskriftalistanum gegn lengingu skólaársins skilað. Einar og Grétar gengu inn í fundarsalinn í menntamálaráðuneytinu og þar voru fjölmiðlarnir allir nema frá Fréttablaðinu. Tómas Ingi lét bíða eftir sér og þeir stóðu bara þarna fyrir framan sjónvarpsupptökumenn, ljósmyndara og mig, fréttaritara dindill.com. Jæja, loksins kom karlinn inn sem er farinn að fá smá grá hár. Þeir sögðu honum að þeir væru þarna komnir til að skila honum undirskriftalista gegn lengingunni og þá kom ræðan sem hann var greinilega búinn að æfa mjög vel því að ég skildi allavega ekki orð í henni (ójá, hún var svo slæm). En þegar hann hafði lokið máli sínu sagði hann ég get ekki leitt þennan fund lengra og vísaði þeim, Einari og Grétari á dyr. Þeir fóru út og þá lokaði hann hurðinni og talaði við okkur fjölmiðlana. Hann var greinilega búinn að æfa þessa ræðu líka en ég náði allavega því að hann var ekki að taka mark á forsprökkunum sem voru fyrir utan fundarsalinn í viðtali.

Það er greinilegt að það er ekkert hlustað á okkur en auðvitað gefumst við ekki upp!!!