Er það bara ég eða eru aðrir með sömu skoðun?
Ég byrjaði að vinna eins og flestir í lok maí og reiknast það inná júní kaup sem ég fæ ekki borgað fyrr en í byrjun júlí eða í lok júní (blabla bara formsatriði ég veit að það eru flestir sem eru í svona vinnu). Þar sem ég er fátækur námsmaður byggi ég alla mína innkomu á þessum launum, samt sendir skólinn reikning til mín uppá næstum því tíu þúsund sem á að borgast fyrir 20. þessa mánaðar. Ég fór að sjálfsögðu bent í foreldra mína og bað þá um að aðstoða mig og þau eru (að sjálfsögðu í mínu tilfelli) boðin og búin að aðstoða mig. Ég fór þá í þá sem búa ekki við þá heppni að foreldrarnir geti hjálpað þeim, það fá líklega allir sem eru í skóla í dag eða að byrja í skóla í haust svona reikning en á fólk þá fyrir þessu ef það er ekki búið að fá útborgað?