Það sem þarf er áhugi. Börn sem koma í 1. bekk eru full af áhuga á að læra. Þá var gaman í skólanum. Gaman að læra nýja stafi, lita eftir tölum, of fleira. En hva gerðist, akkuru misstu allir áhugann eftir því sem þau eltust? Ég skal segja ykkur það. Leiðinlegt námsefni, tilbreytingaleysi, að það sé ætlast til að maður geri allt fullkomlega og meira að segja sumir kennarar draga áhugann á námsefninu niður eða jafnvel kæfa hann allveg.
kannski er ég að gleima einhverju en þetta eru allavega flest aðalatriðin.
Ég er enn í 10 bekk enn mér finnst ég samt vita hvað ég er að tala um. Ég veit hvernig það er núna í skólum en margir fullorðnir vita bara hvernig það var fyrir 20 árum eða svo eða óbeint af reynslu barna þeirra. Kannski er best að lýsa því þannig að það gengur ekki að einhver sem hefur aldrei komið nálægt verkavinnu tali fyrir verkamenn einfaldlega vegna þess að sá aðili veit ekki hvernig það er að vera verkamaður. Með fullri virðingu fyrir fulorðnum. Þannig er þetta bara. =)

Þegar 6ára börn byrja í skólanum eru þau spennt, það er gaman að byrja í skólanum. Þeim finnst gaman að læra stafina, lita myndir eftir númerum og fleira, því að það er eðlilegt fyrir fólk að læra. málið er að efir því sem krakkar eldast minnkar áhuginn. Skólinn fer að verða eins og fangelsi þar sem maður situr allann daginn hversu gott sem veðrið er að læra. Það yrði miklu skárra að læra ef námsefnið vekti einhvern áhuga, tímarnir væru ekki allir eins, og kennararnir gerðu eitthvað til þess að blása lífi í námsefnið. Skólabækur ættu að vera endurnýjaðar á uþb 5 ára fresti í flestum greinum en flestar þeirra sem ég hef verið að læra í eru bækurnar amk 15 ára. Og efnið er eftir því. Margar eru meira að segja svo gamlar að foreldrar mínir hafa verið með þær í skóla.

Lestrarbækur eru til dæmis í 99% tilvika hundleiðinlegar. Það er ekki eins og það séu ekki til skemmtilegar bækur sem krakkar í 3.bekk geta lesið. Ef bækurnar væru skemmtilegri myndu þeir vilja lesa þær og lærðu því miklu meira.
Bókmenntir fannst mér skemmtilegar. Nema í 7. bekk. kennarinn minn þá í bókmenntum kom fram við bekkin eins og við værum enn 9ára. Ég meina 12-13 ára krakkar geta allveg fundið svör við spurningum í texta sjálf. Það þarf ekki að segja þeim að rétta svarið byrji á bls 32 í 8.línu orð3. Þetta urðum við að skrifa niður við hverja spurningu en þegar við spurðum hvort við mættum ekki bara skrifa svöron niður var svarið: “Nei, hvað er að ykkur, þið verðið að LEITA að svörunum sjálf.” Takið eftir að kennarinn kallaði þetta að leita. Stundum stalst ég til að skrifa þetta ekki niður og vonaði að kennarinn skoði ekki hvort ég hafi gert það í lok tímans og leitaði að svörunum í alvörunni heima hjá mér. Það var miklu skemmtilegra.
Stafsetningarbækur eru líka til skammar. Ég var í 3-7 bekk með sömu brúnu bókina, með æfingum sem hljómuðu einhvernveginn svona: “Iðunn á bláann kjól. Sæunn kembir ullina vel. Kjartani finnst gaman í skóla.” Finnst ykkur þetta áhugavert? Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að svarið sé nei. Hvernig væri þá að skrifa þetta upp amk einusinni á ári? Þetta er ekki til að auka áhugann á stafsetningu. Svo mikið er víst. Mér hefði fundist miklu skemmtilegra að skrifa texta í samfelldu máli sem væri líka skemmtilegur. Skemmtilegur texti um Ingólf Arnarson hefði getað vakið áhuga hjá krökkum um að gera þessa stafsetningaræfingu og þau hefðu lært Íslandssögu í leiðinni. Þannig nýtist tíminn líka miklu betur.
Sama er að segja um málfræðina, oftast er hún samhengislaus texti. Stundum eru æfingar samt í samfelldu máli og ég man að það var bara soldið gaman að vinna þær ef efnið var skemmtilegt.
Þegar ég var í fimmta bekk var byrjað að kenna landafræði. Ég man enn hvað ég var spennt. Mér fannst svo gaman að læra um ókunn lönd og reyndar líka um Ísland. En ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Einstaka kaflar voru þolanlegir en mest af þessu var um hvernig stuðlaberg myndaðist og eitthvað álíka. Já, ég geri mér fulla grein fyrir að þetta þarf fólk að vita. En þarf að kenna það á svona leiðinlegann hátt? Meira að seja kaflinn um Vestmanneyjagosið og Surtsey urðu að hreinni pínu. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði mér fundist gaman að læra um þetta eins forvitin og fróðleiksfús ég hef alltaf verið. En ekki í þetta sinn.
Saga var skemmtileg. Hún var með fáum bóknámsgreinum sem gaman var að læra um. Það var gaman að læra um hvernig fólk bjó í torfkofum og um trúna þeirra. Hún varð ekki endurtekning á sjálfri sér fyrr en í 7. eða 8. bekk og svo í 9. og 10. var farið að kenna mannkynssögu sem er líka stundum skemmtileg.
Stærðfræðin er öðruvísi en flestar aðrar greinarnar. Hún snýst um tölur. En samt getur hún verið tilbreytingalausari en hún þarf að vera. Hundrað plúsdæmi og fimmtíu mínusdæmi í röð eru ekki etthvað sem vekur áhuga hjá neinum. Allavega hef ég aldre heyrt um það. Sumar stærðfræðibækur eru leiðinlegri en aðrar, kannski af þessari ástæðu. Alltaf eins dæmi dag eftir dag í heilann mánuð, gætu gert hvern sem er hundleiðann. Kannski lærir maður vetur á því að taka þetta svona en þó ekki væri nema smá tilbreyting milli daga gætu gert mikið fyrir námsáhugann.
Líffræðin fjallar um vítt námsefni og þess vegna er hún fjölbreyttari en aðrar námsgreinar. Því er hún skárri en margt annað. Námsbækurnar eru svona la-la, gætu allveg verið skemmtilegri.
Eðlisfræðin er aftur á móti leiðinleg, amk í mínum skóla. Það eru engar tilraunir gerðar svo allt er bara lesið upp úr bók þar sem er ætlast til að tilraunurnar séu gerðar. Það gerir allt flóknara því kennarinn þarf að lýsa þessu fyrir okkur og við verðum að ýminda okkur eitthvað sem við höfum aldrei séð. Það er ekki svo auðvelt get ég sagt ykkur!
Svo eru það erlendu tungumálin. Enskan gæti verið skemmtilegri ef námsbækurnar væru skemmtilegri. Þessar one world bækur eru vægast sagt hryllilega leiðinlegar. Reyndar eru þær ekki tilbreytingalausar ef þær eru kenndar eins og til er ætlast en það breytir því ekki að efnið er oftast leiðinlegt.
Sama er að segja um dönskuna. Námsbækurnar sem á að kenna í henni eru einfaldlega leiðinlegar. Reyndar góðar hugmyndir með efni í sumum bókunum en það bara tókst því miður ekki nógu vel.

Svo er það með kennarana. Einn kennarinn minn sagði við yngri bekk að ekki nema svona 3 myndu ná samræmdu prófunum. Auðvitað fréttum við að hann hvafi verið að segja þetta. Þetta voru vinir okkar. En ok, nokkrar stelpur fara til hanns til að segja honum að hann eigi ekki að vera að segja eitthvað svona um okkur. Ein segir til dæmis, “meigum við ekki halda í vonina um að ná samræmdu prófunum?” Hann svarar þá: “eigiði einhverja von?” Ég veit ekki með aðra en þetta er ekki rétt af kennara að segja við nemendur. Hann ætti frekar að hvetja nemendur til að læra en að segja að þau eigi hvorteðer engann séns á að ná samræmdu prófunum. Hann hefur sagt að við séum heimsk síðan hann byrjaði að kenna okkur í ensku og landafræði í gaggó og ekki nóg með það, hann kallar okkur þjófa og dópista án minnstu sannana. Persónulega hef ég misst allann áhuga að læra með hann sem kennara.
Aðrir kennarar sem ég hef haft rugla öllu saman. Ég var með kennara í 9 bekk í eðlisfræði sem var að reyna að kenna lotukerfið næstum allann veturinn. Ég skildi ekkert af því um vorið þó ég hafi reynt. Reyndar skildi enginn neitt af því sem hún reyndi að útskýra. Kennarinn minn núna gat kennt mér þetta á einum skólatíma og samt fór hálfur tíminn í blaður og útskýringar á öðru.


Vá hvað ég er búin að skrifa mikið…Ég gleimdi mér bara… en jæja, ég var búin að missa allann áhuga á skólanum áður en ég komst í gaggó og eftir 8.bekk þá varð hann að hreinni pínu. Það hefði verið hægt að komast hjá því. Og svo eru allir að hvarta yfir að krakkar nenni ekki að vera í skóla og að þau eigi ekkert með að kvarta. Reynið að vinna við að setja kirsuber á kökur sem fara eftir færibandi í mánuð. Hugsið ykkur að þið hafið yfirmann standandi yfir ykkur, ef þið gerið minnstu mistök, þó berið sé ekki nema smá skakkt þá skammar hann ykkur. Jájá ég veit að skóli er ekki svona, enda sagði ég bara mánuð. En mörg ár af leiðinlegu námsefni gerir þetta eins.

Endilega bætið einhverju við…og skammið mig fyrir að ég sé ósanngjörn og allt það ef ykkur finnst það. Ég er vön því úr skólanum ;)
FluGkiSan!!!