Góð skipulagning með Google Calendar Nú fer að styttast í vorpróf þar sem þörf fyrir skipulagningu.

Af þeirri ástæðu vil ég benda á að Google Calendar er með bestu skipulagningartólum sem þú getur fundið.
Þar getur þú:
- Verið með mismunandi dagatöl: Þá geturðu verið með margar tegundir af skipulagningum, t.d. er ég með mitt fjórskipt.
- Þú getur skipulagt
=> Dag sem getur hentað vel þegar annir eru miklar á ákveðnum dögum.
=> Fjóra daga getur hentað þegar það eru fleiri en einn dagur sem þarf mikla skipulagningu.
=> Viku sem hentar vel fyrir annarsama viku.
=> Mánuð sem getur hentað sér vel þegar þetta anna tímabil er langt.
=> Næsti viðburður (agenda) hentar vel þegar verkefnum er dreift á milli mánaða og/eða þegar þú vilt sjá alla viðburði sem eru skráðir.
- Þú getur látið minna þig á viðburði með pop-up glugga eða tölvupósti.
- Þú getur látið Google Calendar endurtaka viðburðinn eftir þörfum.
- Þegar annirnar eru sem mestar getur þú látið tólið finna hentugan tíma fyrir þig.
- Þú getur flutt inn viðburði eða dagatal sem þú ert búinn að vinna.
- Þú getur stillt dagatalið eftir þínum sniðum og prenntað það út, hlaðið niður í ýmsum skrárgerðum eða deilt því eins og þér hentar.
- Allt sem heitir Google er hægt að tengja saman og er hentugt að setja iGoogle sem sjálfgefna síðu í staðin fyrir Facebook.

Svo til að segja frá iGoogle en það er fyrir mér það sama og Google Apps nema aðeins fyrir Googel notendur. Þar getur þú sett upp upphafssíðu þar sem þú stillir kubbum að eigin vali upp. Ég hef t.d. í fyrsta dálkinum Google Calendar, öðrum dálkinum verkefnalista og fréttaveitur og í þriðja dálkinum leitarvélar og villuleitarvélar. Þetta er rosalega hentugt þar að þarna sérðu viðburði sem eru væntanlegir, nýjustu fréttir og getur leitað á fljótlegan hátt.

Í einföldu máli: Notaðu allt sem heitir Google!

Svo er viðeigandi að minnast á að Google Chrome er lagaður að öllu sem Google á (t.d. YouTube, Blogger, Gmail, Google Apps, iGoogle, Google Docs o.s.frv.).
Sviðstjóri á hugi.is