Vötnin og fjöllin virðast hafa verið til áður en mannveran þróaðist inn í veröldina. Nöfn á náttúrufyrirbærum eru manngerð sem hafa ekki gleymst því að nöfnunum var hvíslað að næstu veru sem gat skilið hvað orðin merktu en náttúrufyrirbærin eru mynduð af náttúru jarðar. Hugmyndin um að það séu til náttúrufyrirbæri sem eru yfirnáttúruleg er komin frá mannverunni. Goð er guðlegar verur sem geta umbreytt sér í mannverur og þess vegna eru goðin talin yfirnáttúruleg. Norræna goðafræðin voru trúarbrögð á Norðurlöndunum sem lögðust fljótlega af eftir kristnin fór að breiðast út. Þegar við tölum um goð á Íslandi er yfirleitt verið að ræða um æsi og vani. Frigg var af ásaætt en Freyja af vanaætt. Á flestum sviðum má sjá andstæður á milli gyðjanna tveggja en hins vegar má finna í heimildum að gefið er í skyn að Frigg og Freyja séu ein og sama gyðjan. [1] Er munurinn á milli Frigg og Freyju nógu skýr til að hrekja þessar hugmyndir um sameiningu gyðjanna?

Í heimildum sem Snorri Sturluson skrifaði um norrænu goðafræðina er ekki hægt að finna sögu Friggjar þannig að það má segja saga hennar hafi byrjað hjá ásunum vegna þess að þaðan er hún ættuð. Æsir eru himingoð sem tengjast menningu, hernaði og samfélagsskipan. Frigg Fjörgvinsdóttir er húsfreyja Óðins sem er æðstur allra ása og á með honum eina dóttur. Frigg er höfuðgyðja í heiðnum sið og nafn hennar merkir ást eða hin elskaða. Hún er verndari hjúskapar, fjölskyldu og heimilis og hefur þann hæfileika að vita öll örlög. Heimkynni Friggjar eru að Fensölum í Ásgarði og þar hefur hún ellefu þjónustumeyjar. Samkvæmt Snorra Sturlusyni er Frigg óumdeilanlega æðst af ásynjunum og það er það sem Frigg hefur fram yfir Freyju fyrir utan það að æsir eru æðri vanir.[2]
Vanir eru frjósemisgoð, tengdir hinni villtu náttúru, gjöfum jarðarinnar og náttúruöflunum. Freyja er af vönum komin og hjá vönum byrjar saga forfeðra hennar. Fyrsta stríðið í heiminum stóð milli ása og vana. Vani sem hét Njörður kvæntist systur sinni og Freyr og Freyja voru börn þeirra systkina. Eftir vanastríðið fylgdi Freyja föður sínum og bróður í Ásgarð. Þangað voru þau send sem gíslar og vináttuvottur. Freyja er valdamikil gyðja þar sem hún er mikið dýrkuð af konum, konungum og hetjum. Freyja er frjósemisgyðja lands og sjávar og veitti hjálp við hjónabönd og fæðingar. Hún er gyðja ástar, nafnið hennar merkir frú og bær hennar heitir Fólkvangur.[3] Meginmunurinn á milli Friggjar og Freyju er hvernig þær hefða sér á ólíkan hátt og skýringing á því er líklegast sú að þær hafi verið mótaðar á mismunandi hátt því þær koma ekki úr svipuðu umhverfi.
Frigg og Freyja eiga fátt sameiginlegt annað en það að þær eru báðar sakaðar um framhjáhald en það gæti verið tilviljun að það standi það sama á sakaskrá þeirra beggja. Þótt þær hafi báðar haldið framhjá þá þýðir það ekki að það hafi verið á sama hátt. Dæmi um ólíka hegðun þeirra er að Frigg hélt framhjá með bræðrum Óðins (Vilji og Vé) og Freyja með hinum og þessum. Framhjáhald Friggjar er ekki að hennar eigin frumkvæði og hún virðist taka því án andmæla.[4] Í þessu dæmi má sjá hvernig einkenni Friggjar og Freyju sem búið er að nefna í kynningu þeirra hafa áhrif á hegðun þeirra í ástarlífinu.
Þegar maður missir einhvern sem maður elskar afar mikið gengur sorgin í garð. Annað dæmi um ólíka hegðun Friggjar og Freyju er þegar báðar á ákveðnum tímum voru harmi slegnar. Þar sem Frigg vissi öll örlög þá var henni kunnugt um að Baldur sonur hennar væri feigur og gerði allt sem hún gat til þess að breyta þeim örlögum en mistókst. Frigg syrgir dauða Baldurs sonar síns en Freyja brotthvarf eiginmanns síns. Reiknað er með að Óður, sem er sagður eiginmaður Freyju, sé Óðinn. Freyja grætur gulltárum er hún syrgir eiginmann sinn og á sama tíma sakar Loki hana um lauslæti af því að hún fann ekki Óð. Aldrei er sagt neitt um sorg Friggjar því hún þótti skiljanleg vegna þess að það versta sem getur gerst fyrir foreldri er að missa barnið sitt.[5] Hvernig Frigg og Freyja höndla sorgina er skýrt dæmi um að afleiðingar aðstæðna þeirra leiða til ólíkrar hegðunar.

Líklegra er að þarna hafi verið tvær gjörólíkar gyðjur á ferð því augljóst er að það eru fleiri heimildir sem benda til þess. Flestar heimildir eru dæmi um ólíka hegðun Friggjar og Freyju en það er ekki víst að þessar heimildir séu sannar því saga þeirra átti sér ekki stað. Það var mannkynið sem þróaði áfram goðafræðina og hún er hvergi til í sinni upprunalegu mynd. Í þessu tilfelli verður hver og einn að meta fyrir sig vegna þess að um þetta er erfitt að fullyrða. Heimildirnar um goðafræðina var ekki skrifuð fyrr en tvöhundruð árum eftir að kristnin var tekin við og upplýsingarnar hafa geymst í munnmælum mannverunar. Það sem gerist þegar sögur ganga á milli manna er að þær breytast. Aðeins er hægt að bera saman heimildir um guðlegu verurnar til að reyna sjá einhverja heildarmynd því hið gleymda sem ekki hefur verið skreytt með hljóðfærum mannverunnar er löngu horfið í meðfram vötnunum og fjöllunum.

[1] sbr. Ingunni Ásdísardóttur 2007:208-211
[2] sbr. Ingunni Ásdísardóttur 2007:208-223
[3] sbr. Ingunni Ásdísardóttur 2007:208-218
[4] sbr. Ingunni Ásdísardóttur 2007:217
[5] sbr. Ingunni Ásdísardóttur 2007:218-219

Heimildaskrá

Ingunn Ásdísardóttir. 2007. Frigg og Freyja. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík.