Þetta er semsagt tímaritgerð sem ég gerði í 10.bekk og fékk einkunnina 14 fyrir að fara nokkuð ýtarlega í efnið miðað við að vera aðeins í 10.bekk.

Amínósýrureinkennast af karboxýl hóp og hafa alltaf í sér -COOH. Til eru 20 mismunandi tegundir af amínósýrum.

Prógín eru langar keðjur af amínósýrum og lögun þeirra ræðst af röð amínósýranna í keðjunni.
Meðal annars gegna prótín 8 mikilvægum hlutverkum:
1. Þau eru byggingarefni
2. Þau eru næring
3. Þau hleypa efnum í gegnum himnur
4. Þau eru burðarefni
5. Þau eru hormón
6. Þau eru mótefni
7. Þau eru hreyfifæri
8. Þau eru ensím

Upplýsingar um prótín okkar er að finna í DNA'i okkar. DNA er gormlaga stigi gerður úr mörgum kirnum
Eitt DNA kirni er samansett úr fosfati, deoxíríbósa og einum af fjórum mögulegum niturbösum. DNA niturbasar eru A, T, G og C en á RNA skiptist T út fyrir U.

Við umritun rennir RNA fjölliðari sér í gegnum miðjuna á ,,stiganum“. ,,Stiginn” klofnar í tvennt í miðjunni á ákveðið löngu svæði og mRNA kirni setjast á aðra röð DNAsins(stigans). mRNAið losnar síðan frá DNA'inu sem lokast svo aftur.
Nú er umritun lokið og þá hefst ,,Snyrting". Í snyrtingu er klippt allar milliraðir af mRNA'inu og skilið eftir táknraðir og þær svo festar saman. Þá er snyrtingu lokið og mRNA'ið fer út í umfrymi til að fara í þýðingu.
Í þýðingu rennir Ríbósóm (netkorn) sér utan um mRNA'ið. Ríbósóm eru með 2 hvolf, A-Hvolf og P-hvolf. Þegar Ríbósómið er utan um mRNA'ið kemur tRNA með amínósýru sem á við mRNA'ið en tRNA'ið sem kemur, ber sjálft andtákna mRNA'sins.
Fyrsta tRNA'ið sem kemur er alltaf með andtáknann UAC því fyrsti tákninn er alltaf AUG. Þýðing lýsir sér þannig að tRNA'ið kemur inn í A-hvolf, síðan færist Ríbósómið að næstu þrennu og tRNA'ið sem var í A-hvolfi fer nú í P-hvolf.´
Amínósýran sem er á tRNA'inu í P-hvolfi flyst yfir á tRNA'ið sem kemur inn í A-hvolf. Síðan fer tRNA'ið sem var í P-hvolfi út úr Ríbósóminu og Ríbósómið færist lengra eftir mRNA strengnum.
Þannig gengur það koll af kolli og amínósýrukeðjan fer alltaf stækkandi. Þangað til henni er sleppt sem prótín.

ATH! Mörg Ríbósóm geta verið að þýða eitt mRNA í einu.

DNA Niturbasar flokkast í Pyrimidín og Púrín. A og G teljast til Púríns en T og C til Pyrimidíns.
Milli A og T eru tvö vetnistengi en milli G og C eru 3 vetnistengi.

ATH! Á RNA er Ríbósi í staðin fyrir Deoxíríbósa


Til eru 3 gerðir af RNA

mRNA
rRNA
tRNA

rRNA hef ég ekki sagt hvað gerir.
rRNA og Prótín til samans eru Ríbósómin sjálf.


Ef þið hafið einhverju að bæta við/leiðrétta/spurningar þá eru öll álit velkomin.

Ég skrifaði ' á eftir RNA og DNA því mér finnst þæginlegara að lesa það þannig, af sömu ástæðu er ríbósóm með stórum staf.-Ríkarðu