Word-skjal sem ég fann þegar ég var að taka til þar.

Orðflokkarnir eru ellefu og skiptast í fallorð (5) smáorð (5) og sagnorð
Fallorð = nafnorð (no) lýsingarorð (lo) fornöfn (fn) greinir (gr) töluorð (to) Einkenni: hafa tölu kyn og fallbeygjast
Stofn nafnorða: Þf, et
Lýsingarorð stigbreytast
Greinir= Laus eða viðskeyttur. Laus Hinn góði maður. Viðskeyttur Góði maðurinn.
Stofn lo: kvk nf et (hún er)
Fornöfn. Sjö flokkar: persónufornöfn (pfn) afturbeygðfornöfn (afn) eignarfornöfn (efn) ábendingarfornöfn (áfn) tilvísunarfornöfn (tfn) spurnarfornöfn (sfn) óákveðinfornöfn (ófn)
Pfn 1. pers Ég/Við
2. pers Þú/Þið
3. pers Hann/hún/það/þeir/þær/þau
Afn Sig/sér/sín
Efn minn þinn sinn vor hanns hennar etc
Áfn sá þessi hinn etc
Sfn hver hvor hvaða hvernig etc
Ófn vísan
Smáorð = Atviksorð (ao) samtengingar (st) forsetningar (fs) upphrópanir (uh) nafnháttarmerki (nhm)
Upphrópanir (uh): hæ hó jibbí
Nhm: Að
Samtengingar: tengja saman orð: og, eða en eða enda heldur að því að
Stofn sagnorða: nafnháttur –ending
Sagnorð = að fyryr framan Eini flokkurinn í nútíð/þátíð
Myndir sagna, þrjár myndir
germynd Móðirin klæðir drenginn
miðmynd endar á „st“
Þolmynd endar á „ur“ Athygli á þolanda.
Hættir sagna = eru sex, framsöguháttur (fh) viðtengingarháttur (vh) boðháttur (bh) nafnháttur (nh) lýsingarháttur nt. lýsingarháttur þt.
Fh: Bein fullyrðing = Ég fer morgnana. Kom Jón í gær?
Vh: sýnir möguleika = Ég kæmi ef ég gæti. Endar á „i“?
Bh: boð eða skipu. Komdu. Farðu. Endar oft á „u“.
Nh: Setja nhm á undan (að) endar oft á „a“.
Lh. nt.: Endar á „andi“
Lh þt.: Myndast með hjálparsögn (hafa vera verða). Ég hef sagt. Ég var valinn.
Veikar/sterkar sagnir :
Veik ef að hún endar á „i“ í 2. km þá er hún veik og er sett x í þá þriðju
Kennimyndir: Veik so: 3 km
Sterk so: 4 km
1 km = Nh (að)
2 km = Fh, 1p þt (ég „x“ í gær)
3 km = Fh, 1p þt ft (við „x“ í gær)
4 km = Lh þt (ég hef „x“)