Þetta er skýrsla sem ég gerði þegar ég var í uppeldisfræði 122 í Borgarholtsskóla :) og ég er mjög stolt af þessari ritgerð þar sem ég fékk 10 og var sú eina sem fékk 10 af öllum hópnum :P

þessi skýrsla er sem sagt um Hjallastefnuna og “venjulegann” leikskóla :D

Enjoy

———


Inngangur
Í Aðalnámskrá leikskóla segir að leikskólar eigi að leggja áherslu á að styrkja og undirbúa börnin undir næsta skólastig með því að styrkja sjálfsmynd, sjálfstraust og sjálfstæð vinnubrögð þeirra. Leiðirnar sem leikskólarnir velja eru nátengdar þeirri hugmyndafræði og stefnum sem þeir annars vinna eftir.
Í þessari ritgerð fjalla ég almennt um leikskóla og tek nánar fyrir leikskólann Fífusali, sem fer eftir hugmyndafræði John Deweys, og Hjallastefnuna. Einnig geri ég samanburð á leiðum Hjallastefnunnar og því hvernig hún er frábrugðin hugmyndafræði John Dewey, með tilliti til aga, hegðunarkennslu og styrkingar sjálfsmyndar hjá börnum en þar ber hæst kynjaskiptingin.


Almennt um leikskóla
Á bernskuárum er leikur lífstjáning barns, ríkjandi athöfn og mikilvægasta náms- og þroskaleið þess. Leikur er hornsteinn leikskólastarfsins og lífstjáning og gleðigjafi barns. Frjáls og sjálfsprottinn leikur er hið eðlilega tjáningarform barns. Þegar barnið að er leika sér í ákveðnum leik gerist eitthvað sem ekki er hægt að kenna þeim. Til þess að leikurinn geti þróast og eflst þarf barn upplifun, hugmyndaflug og efnivið. Einnig þarf að efla hreyfingu, málrækt, myndsköpun, tónlist, náttúruna og umhverfið, menningu og sköpunarmátt hjá börnum. Sköpunarmáttinn er hægt að efla með því að láta krakka t.d. lita, leira, kubba og fleira svona skapandi og leikinn er hægt að efla með því að láta krakka gera misjafna leiki, t.d. einn daginn í sandkassanum að byggja eitthvað, annan daginn að hjóla og þann þriðja að t.d. að róla sér.
Í leik lærist börnum nauðsyn þess að vinna saman og taka tillit hvert til annars. Í leik lærir barn samskiptareglur og að virða rétt annarra. Barnið lærir að hugsa rökrétt og sjálfstætt. Barn lærir annað og með öðrum hætti í samskiptum sínum við önnur börn en í samskiptum sínum við fullorðna. Í hópi jafnaldra fá börnin tækifæri til að láta til sín taka, eiga frumkvæði, leika sér og starfa og deila gleði með örðum. Með þátttöku í barnahópi hvort sem er í stórum eða litlum, öðlast barn margþætta félagslega reynslu. Það þarf að finna að það hafi hlutverki að gegna þar og tilheyri hópnum.
Öll börn hafa mismunandi getu, reynslu og þroska. Leikskólinn þarf að taka tillit til barna sem eru með sérþarfir s.s. fötlun eða félagslegan erfiðleika. Sama gildir um heyrnalausa og heyrnaskert, blind eða sjónskert börn. Gæta þarf þess að barnið einangrist ekki og aðlagist vel að barnahópnum og njóti eðlilegra tengsla við önnur börn. Styrkja þarf sjálfsmynd barnsins og einnig þurfa þau að öðlast öryggi í nýju umhverfi og tilfinningu fyrir því að þau séu velkomin þar.
Það er nauðsynlegt fyrir foreldra að kynna sér leikskólann og stefnu hans og gefi þær upplýsingar um barnið til leikskólakennara. Leikskólakennarinn þarf að fá heildarmynd af þroska barnsins. Foreldrar þurfa að vera duglegir að láta kennara vita um það þegar einhver breyting verður á lífi barnsins s.s. afmæli, ferðalög eða leikhúsferðir, sem er gaman fyrir barnið að tala um. Líka er mikilvægt fyrir foreldra að láta kennara vita ef einhverjar breytingar verða á hegðun barnsins og fjölskyldulífi. Leikskóla ber að láta foreldra vita um daglegt starf barnsins í skólanum s.s. með upplýsingatöflum, í fréttabréfum og á heimasíðu leikskólans eða foreldraviðtölum.
Það er mikilvægt að það sé samstarf á milli leikskóla og grunnskóla til að stuðla að samfelldu í uppeldi og menntun barnsins. Barnið verður að finna það að grunnskóli er sjálfsagt framhald af leikskóla. Það er mælt með því að skólastjórar leikskóla og grunnskóla séu með samvinnu og skipuleggi starf sitt milli skólastiga. Ræða þarf saman og skiptast á skoðunum um börn, uppeldi, nám og kennslu. Það þarf að ræða saman um hvernig er hægt að gera námið auðveldara fyrir börn með erfiðleika.
Aðalnámskrá leikskóla er lögum samkvæmt hugmyndafræðilegur grundvöllur og stefnumótandi leiðarvísir að uppeldisstarfi í leikskólum landsins. Sérhverjum leikskóla ber að semja skólanámskrá þar sem gerð er uppeldis- og námsáætlun til lengri eða skemmri tíma. Skólanámskrá á að veita í stórum dráttum heildaryfirlit yfir starfsemi leikskólans. Í henni skal flétta saman sem flesta þætti uppeldisstarfsins. Leggja þarf áherslu á að skólanámskrá sé í nánum tengslum við áhuga barna, reynslu þeirra, daglegt líf og nánasta umhverfi. Markmið þróunarstarfs í leikskóla er að leita leiða sem miða að endurbótum og nýbreytni í leikskólastarfi. Þróunarverkefni felur í sér afmarkað og tímabundið viðfangsefni með vel skilgreindu markmiði.

Fífusalir
Leikskólinn Fífusalir leggur áherslu á umhverfisvernd og náttúrufræðslu. Einkunnarorð skólans eru:
• Góður: Barnið lærir að taka tillit til annarra og eflir með sér skilning á tilfinningum og þörfum annarra óháð trúar- og lífsviðhorfum, kynþætti og uppruna.

• Vænn: Lögð er áhersla á að búa barninu vænleg skilyrði og skapandi efnivið til leikja og í öðru starfi þannig að barnið búi við öryggi á hverjum degi og að barnið læri best og eðlilegast í leik.

• Grænn: Leitast er við að flétta umhverfisfræðslu og verndun náttúrunnar inn í alla þætti starfsins.

Í starfinu er gengið út frá hugmyndafræði heiltækrar skólastefnu og unnið er að því að þróa uppeldi og nám barna, með getubreiðan barnahóp í huga. Litið er á félags- og námslegan breytileika sem kost. Leikskólinn fer eftir hugmyndafræðslu John Dewey, „learning by doing“ var slagorð sem þykir lýsa vel uppeldisfræði hans. Sálfræðingur að nafni Loris Malaguzzi, en hann var helsti höfundur að hugmyndafræði leikskólanna í Reggio Emilia, sagði að börn hefðu hundrað mál og frá þeim tekin nítíu og níu. Hann lagði áherslu á það að börnin fengu að gera tilraunir og/eða rannsóknir. Lögð er áhersla á að það er ferlið sjálft sem skiptir máli en ekki útkoman. Börnin hafa mikla þörf fyrir að vera sjálfstæð, því þurfa þau að fá tækifæri til að kanna, mistakast og reyna aftur. Árið 1983 setti Howard Gardner fram fjölgreindarkenninguna. Hún gerir ráð fyrir að hvert einstakt barn læri á sinn sérstaka hátt í samræmi við hæfni sína og umhverfi. Hann skipti hæfni mannsins upp í átta flokka sem eru: málgreind, rök- og stærðfræðigreind, rýmisgreind, líkams- og hreyfigreind, tónlistargreind og samskiptagreind.
Leikskólinn Fífusalir er staðsettur í Salahverfi í Kópavogi. Hann er 776m² að stærð og eru starfræktar sex deildir sem rúma um 120 börn á aldrinum eins og hálfs árs til sex ára.. Segja má að Fífusalir sé skóli á grænni grein þar sem stutt er í náttúruna og bera deildirnar nöfn sem vísa í hana. Þær eru Hóll, Hæð og Hlíð eru fyrir eldri börnin en Lind, Lækur og Laut eru ætlaðar fyrir yngri börnin. Auk þess fékk skólinn afhentan Grænfánann 30. ágúst 2008 en hann er alþjóðlegt umhverfismerki samtakanna FEE (Foundation for Enviromental Education). Fánanum er ætlað að auka veg umhverfismenntar og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Hann er veittur þeim skólum sem hafa sett sér markmið í umhverfismálum og náð árangri.
Í Fífusölum er leitast að því að kenna börnum að þekkja, elska og virða umhverfi sitt og íslenska náttúru, þekkja og ganga vel um þann gróður sem vex í næsta nágrenni skólans, bæði á skólalóð og utan hennar, tína upp rusl og setja í ruslagáma og margt fleira. Í leikskólanum eru árstíðirnar megin þemað í skólastarfinu, haust, vetur, vor og sumar. Börnin læra þá söngva og fleira sem eru í tengslum við núverandi árstíð. Það er lögð áhersla á að taka vel á móti hverju barni svo það finni sig velkomin á leikskólanum. Barnið þarf að upplifa öryggi og það viðmót sem það mætir getur haft mikla þýðingu fyrir líðan þess í leikskólanum. Einnig er mikilvægt að foreldrar gefi sér tíma með barninu þegar komið er í leikskólann og einnig þegar það er sótt. Lagt er mikið á það að barnið fái hollan og fjölbreyttan mat á leikskólanum og læri almenna borðsiði. Börnin skulu bæði fyrir og eftir mat þrífa sig í framan og um hendurnar. Börnin þurfa einnig að ganga frá sínum fatnaðir og leikföngum.
Tungumálið er mikilvægasta tæki manna til boðskipta. Með því tjá þeir hugsanir sínar og tilfinningar, skoðanir og fyrirætlanir. Talmálið lærist með því að endurtaka heiti á hlutum í umhverfinu og með því að tengja saman orð og athafnir. Með því að leika sér með málið, t.d. með rími, þulum, söng og sögum eflist málskilningur barnsins. Í leikskólanum er hreyfiþörf virt og örvuð og börnin læra að þekkja og skynja líkama sinn og tilfinningar. Í Leikvangi, útiveru og í vettvangsferðum er markvisst unnið með hreyfiþroska barnsins.Viðtal
Ég fór á leikskólann Fífusali og tók viðtal við leikskólastjórann hana Maríu, einnig talaði ég við Sólrúnu sem vinnur á deildini Lind og Friðbjörgu sem vinnur á Hlíð.

1. Hvaða hugmynd er að baki leikskólans. Hvaða fræðimaður er verið að fara eftir?
María: Hugmyndin er að barnið læri að skilja og meta náttúruna. Barnið læri sjálft af mistökum sínum (learning by doing). Sá fræðimaður sem við byggjum okkar leikskóla á er John Dewey.

2. Hvað eru margir kennarar menntaðir og hversu margir eru ómenntaðir?
María: Það eru 9 menntaðir kennarar og 20 ómenntaðir.

3. Hvaða menntun hafa þeir kennarar sem er með menntun?
María: Þeir eru leikskóla- og grunnskólakennarar, þroskaþjálfar og uppeldisfræðingar.

4. Er þetta mjög kynjaskipt á milli starfsmanna? Hve margir kennarar eru karlmenn og hver margir eru kvenmenn?
María: Í augnablikinu eru bara kvenmenn að vinna hérna en við höfum haft hátt upp í 5 karlmenn að vinna.

5. Eru fleiri strákar en stelpur hérna á leikskólanum?
Sólrún: Já, mér finnst vera meira af strákum hérna á leikskólanum. Mér finnst þetta svolítið kynjaskipt
Friðbjörg: Já, ég myndi segja að þetta væri svona 40/60, strákar þá ríkjandi.

6. Í hvernig leikjum eru krakkarnir að leika sér? Á yngir? Á eldri?
Sólrún: Þau leika sér mikið í hlutverkaleikjum, púsla og þau kubba einnig mikið
Friðbjörg: Þau leika sér í kubbum, í dúkkukrók og þau púsla.

7. Eru þetta þroskandi leikir?
Sólrún: Já ég myndi segja það.
Friðbjörg: Já, þetta er þroskandi leikir.

8. Hvernig leikföng eru börnin með til þess að leika sér?
Sólrún: Kubba, dúkkur, bíla bara allt mögulegt.
Friðbjörg: Allt milli himins og jarðar.

9. Eru leikföngin kynjaskipt? Velja stelpurnar sér dúkkur, hárgreiðsluleik eða eitthvað annað? Velja strákarnir sér bílana, dýrin eða eitthvað annað?
Sólrún: Stelpurnar eru ekki hræddar við það að leika sér í bílunum en strákarnir eru svolítið smeykir við það að leika sér í dúkkunum eða að klæða sig í kjól.
Friðbjörg: Já, ég myndi segja það. T.d. eins og í dúkkukrók þá leika strákarnir alltaf pabbann eða litla strákinn hennar mömmu sem eru leiknar af stelpum. Strákarnir vilja ekki fara í kjól eða leika stelpu. Stelpurnar hins vegar vilja leika pabbann eða að fara í bíló.

10. Fær barn með sérþarfir hreyfingar sem eru hæfir þeim?
Halla: Það er mjög mismunandii eftir sérþörfum barnanna. Ég hef verið að vinna með strák sem heitir Fannar og hann þarf ekki miklar hreyfingar og ef að við berum hann saman við strák sem heitir Sturla og hann þarf rosalega mikla þörf fyrir hreyfingu. ég fór alltaf með hann í sértíma til að láta hann hreyfa sig en gat lítið gert það í leikskólanum því þar var leiksalurinn alltaf pantaður og erfitt að finna aðstöðu fyrir hann, ég hefði viljað að fá meiri tíma í það að þjálfa upp hreyfinguna hjá honum. En hinsvegar fékk hann rosalega mikla hreyfingu þegar hann fór út að leika með hinum krökkunum.

11. Hvernig teikningar eru þau að teikna? Sýna þessar teikningar á hvaða aldri börnin eru?
Sólrún: Þau teikna yfirleitt bara krass, en ef að þú teiknar mynd og sýnir þeim þá geta þau alveg teiknað eftir þessari mynd. Já, þessar teikningar sýna vel á hvaða aldri börnin eru.
Friðbjörg: Þau teikna allt milli himins og jarðar, allt frá húsum upp í geim og risaeðlur. Það er mjög misjafnt eftir því á hvaða þroskastigi þau eru, sum börnin eru mjög á eftir en svo eru sum sem eru mjög bráðþroska.

12. Hvernig er samstarfið á milli foreldra og kennara? En á milli kennara?
Sólrún: Samstarfið milli foreldra og kennara er bara mjög gott myndi ég segja. En ekki jafn gott og ég vildi hafa á milli kennara og kennara, það er alltof mikið baktal og hvílsur.
Friðbjörg: Samstarfið er bara mjög gott á milli foreldra og kennara og mér finnst samstarfið milli okkar kennara bara mjög fínt líka.
 
Hjallastefnan
Þann 25. september árið 1989 opnaði Hafnarfjarðabær leikskólann Hjalla og réði þar leikskólastjórann Margréti Pálu Ólafsdóttur til starfa. Margrét Pála kom með þær hugmyndir að hafa kynjaskiptar deildir, eða kjarna eins og hún vildi kalla það, engin leikföng og að allir ættu að vera vinir og hafa sama rétt og stunda jákvæð samskipti. Strax í byrjun vakti Hjallastefnan mikla athygli vegna nýstárlegu aðferðirnar sem að Magga Pála notaði, en nú í dag hefur Hafnarfjarðabær ekki séð eftir þessari ákvörðun.
Markmið Hjallastefnunnar er jafnrétti á milli stúlkna og drengja. Með því að hafa stúlkur á öðrum kjarna en strákarnir er verð að tryggja að bæði kynin fá alla athygli sem þau þurfa frá kennaranum og þá gefur þeim það tækifæri til þess að leika sér og læra á sínum eigin forsendum án þess að hitt kynið trufli. Í kynjaskiptu umhverfi er hitt kynið ekki til samanburðar, þannig að drengirnir geta teiknað, málað, leirað, klippt og föndrað af hjartans lyst og enginn er þar til að skipta sér af.
Annað markmið Hjallastefnunnar er að börnin læri aga. Í agalausu umhverfi þar sem allir haga sér eins og þeim sýnist verður alltaf einhver sem treðst undir og réttur þess sterkasta ræður á kostnað hinna. Svo er Hjallastefnan með annað markmið og það er að börnin nái að einbeita sér að því sem skiptir máli í leikskólanum s.s. að verkefnum sínum og samskiptum við önnur börn.
Hjallastefnan leggur áherslu á það að efla skapandi hugsun bara og þess vegna er notaður opinn efniviður. Opinn efniviður er allt efni og dót sem býður upp á margar lausnir í stað einnar fyrir fram gefinnar t.d. eins og leir ef að barnið við leika sér með bíl þá getur hann bara búið til bíl úr leirnum eða kubbur getur verið bíll, bein, sími og margt fleira. Auk þess er ekki notuð bakgrunntónslist þegar börnin eru að leika sér, það er til þess að minnka hávaða en svo hins vegar er tónlistin notuð óspart þegar börnin eru að dansa, syngja eða þess vegna í myndlist. Við þetta einfalda umhverfi hafa börn með hegðunartruflanir eða einbeitingarskort komið út afar vel og þannig er það álitið að það henti öðrum börnum líka.

 
Samanburður
Þessir leikskólar eru líkir á þann hátt að þeir vilja að börnin gangi fyrir og þau þurfa að fá tækifæri til þess að kanna umhverfið sitt á eigin vegu. Það er verið að kenna börnum að hugsa sjálfstætt og efla vináttu sína við önnur börn og fullorðna. Einnig er verið að efla skapandi hugsun í báðum leikskólum, þá er verið að tala um að barnið búi sjálft til eitthvað dót t.d. bíl eða dúkku, þannig að barnið geti leikið sér með það sem það býr til.
Báðir leikskólar taka mjög vel á móti barninu þannig að því finnist það vera velkomið í leikskólann og einnig eru öll börnin hvött þannig að þau viti að þau séu velkomin aftur. Í báðum leikskólum er reynt að gefa barninu hollt, gott og fjölbreytt fæði. Börnin eiga að læra sjálf að hella í glasið og ganga frá diskum o.fl. í báðum leikskólum.
Það ólíka við þessa leikskóla er að Hjallastefnuleikskólinn notar ekki tónlist þegar börnin eru að leika sér vegna þess að það gæti truflað einbeitingu hjá þeim en á Fífusölum er tónlist notuð við hvert tækifæri. Fífusalir leifir börnunum að leika með bíla, dúkkur, kubba og margt fleira en Hjallastefnan hinsvegar er ekki með leikföng á leikskólanum, ef barnið vill leika sér með bíl þá getur hann leirað bílinn og leikið sér með hann svo þegar barnið vill ekki leika sér með bíl lengur getur hann leirað eitthvað annað.
Fífusalir leitast við að kenna barninu um náttúruna og að barnið læri að elska hana og virða, bæði í leikskólanum, heima hjá sér og annarstaðar. Börnin læra að taka upp rusl og setja í ruslatunnur, börnin læra að flokka rusl og pappír, ekki er verið að kenna börnum það hjá Hjallastefnunni.
Á leikskólum sem nota Hjallastefnuna er verið að kenna það að strákar geta alveg leikið með þau leikföng sem oftast eru kölluð „stelpuleikföng“, strákarnir læra á sína kvenlegu hlið á Hjallastefnunni, einnig er stelpum kennt að vera harðar að sér og þora.
Þannig að þessir leikskólar eru mjög ólíkir vegna þess að þeir hafa mismunandi stefnur, það er verið að leggja allt öðruvísi áherslur. Fífusalir er grænn skóli sem leggur áherslu á það að börnin virði náttúruna og endurvinni það sem hægt er að endurvinna. Hjallastefnan leggur áherslu á það að það sé jafnrétti á milli kynjanna.
 
Lokaorð
Mér fannst mjög skemmtilegt að vinna þetta verkefni vegna þess að ég hef mjög gaman af börnum. það sem kom mér á óvart er það að hvað margir misskilja Hjallastefnuna, það sem margir halda að hún Magga Pála sé að búa til samkynhneigð börn. Það er bara alls ekki rétt, það sem mér finnst að hún er að gera er að kenna börnum að það sé allt í lagi fyrir stráka að vera væminn og það er í lagi fyrir stelpur að vera harðar. Mér fannst þetta tímafrekt verkefni en ég væri alveg til í að gera svona aftur. Það var mjög skemmtilegt að fara í heimsóknina og skoða leikskólann og taka viðtalið.

Heimildaskrá

Aðalnámskrá leikskóla. 1999. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið
Friðbjörg Blöndahl leiðbeinandi á leikskólanum Fífusölum, munnleg heimild, 8. október 2008
Hjallamiðstöðin. Fræðsluvefur. Sótt 12. október 2008 af http://www.hjalli.is/fraedsla/
Íslenska menntakerfið. Sótt 11. október 2008 af http://www.ismennt.is
Kópavogsbær. Leikskólar. Sótt 11. október 2008 af http://www.kopavogur.is/
Leikskólinn Fífusalir. Deildir. Sótt 11. október 2008 af http://www.fifusalir.kopavogur.is
Leikskólinn Fífusalir. Um skólann. Sótt 11. október 2008 af http://www.fifusalir.kopavogur.is
María Kristín Lárusdóttir Leikskólastjóri á leikskólanum Fífusölum, munnleg heimild, 8. október 2008
Sólrún Ósk Sigurðardóttir leiðbeinandi á leikskólanum Fífusölum, munnleg heimild,
8. október 2008